Sveitarstjórnarfundur 18. desember 2019

Sveitarstjórnarfundur 18. desember 2019

 

Miðvikudaginn 18. desember 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 17. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Ingólfur Árni Haraldsson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 20:00 Oddviti leytar 2 afbrigða, nr. 11 Bréf frá Ingólfi og nr 12. erindi frá Vegagerð. Afbrigði samþykkt.

Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 4.12.2019
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Fasteigankaup
 5. Fasteiganasala
 6. Fjárhagsáætlun 2020 síðari umræða
 7. Bréf frá Þjóðskrá – þjónustusamningur
 8. Bréf frá Umferðarstofu
 9. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
 10. Bréf frá Aflið.
 11. Bréf frá Ingólfi Haraldssyni
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 4.12.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

 1. Fundargerðir nefnda

Fundargerð fræðslunefndar frá 18.12.2019. Fundagerðin er í 2 liðum. Liður 1 ræddur og samþykktur. Liður 2. Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum

Samþykkt samhljóða

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð 21. fundar stjórnar Vestfjarðastofu frá 21.10.2019

Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust og yfirlit yfir árstillög sveitarfélaga lagt fram og rætt. Þar kemur fram að framlagið næsta ár er mjög svipað því sem verið hefur.

 1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar frá 5. desember og 11. desember 2019

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 1. Fasteignakaup

Þar sem ekki hafa borist gögn er lið 4. frestað til næsta fundar .

 1. Fasteignaasala

Oddviti leitar heimildar sveitarstjórnar um að ganga til samninga um sölu á raðhúsinu Holtagötu 6-8 til Leigufélagsins Bríetar hjá Íbúðalánasjóði á kostnaðarverði.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

 1. Fjárhagsáætlun 2020 síðari umræða ásamt 3ja ára áætlun

Fjárhagsáætlun rædd, borin undir atkvæði og samþykkt.

Gert er ráð fyrir að aðalsjóður skili góðum afgangi en B deildar fyrirtækin koma ekki eins vel út. Heildartekjuafgangur áætlaður rúmar 9 milljónir

Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir því að í fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir rekstur leikskóla, en berist umsókn um leikskólapláss mun sveitastjórn bregðast við því.

borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Bréf frá Þjóðskrá – þjónustusamningur

Bréf frá Þjóðskrá. Oddvita falið að undirrita þjónustusamning við Þjóðskrá.

 1. Bréf frá Umferðarstofu

Lagt fram til kynningar

 1. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
 2. bréf dags. 13.12.2019 lagt fram til kynningar og bréf dags 2.desember lagt fram til kynningar.
 3. Bréf frá Aflið.

Aflið Akureyri óskar eftir rekstarstuðningi. Beiðni hafnað

11.Bréf frá Ingólfi Haraldssyni

Ingólfur lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi, Finnur tekur við ritun fundargerðar

Ingólfur Árni Haraldsson óskar eftir leyfi frá sveitastjórnarstörfum frá og með áramótum 2019/2020.

Sveitarstjórn fellst á leyfi Ingólfs og þakkar honum vel unnin störf, jákvæðni og hugmyndir. Jafnframt er vonast til að hann komi aftur til starfa um leið og henta þykir.

Ingólfur kemur aftur á fund.

12.Erindi frá Vegagerð

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samning við Vegagerðina um veghald á þjóðvegum innan þéttbýlismarka. Oddvita falið að ganga frá samningnum.

samþykkt samhljóða.

                                   

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt

Fundi slitið. 21:40

Sveitarstjórnarfundur 4. desember 2019

Sveitarstjórnarfundur 4. desember  2019

 

Miðvikudaginn 4. desember 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 16. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Bjarni Þórisson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 20:00 og leitar afbrigða til að bæta við 1 lið það er liður 24. Starfsuppsögn.  Afbrigði samþykkt.

Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 9.10.2019
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Tekjustofnar og gjaldskrár
 5. Bréf frá Umhverfishópi Kaldrananeshrepps framh. síðast fundar
 6. Bréf frá Mannvirkjastofnun
 7. Eldvarnarátak
 8. Húsnæðisáætlun
 9. Tilboð Motus
 10. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda- og Reykhóla 2020
 11. Fjárbeiðni Stígamót
 12. Skógræktaráform eigenda Hveravíkur
 13. Bréf frá Capasent
 14. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 15. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir 2020
 16. Bréf til skógarbænda
 17. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti
 18. Eftirlitsskýrslur Heilbrigiseftirlits Vestfjarða
 19. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
 20. Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
 21. Fasteignakaup
 22. Fjárhagsáætlun Kaldrananeshrepps 2020 fyrri umræða ásamt

            þriggja ára áætlun

 1. Bréf frá Birki K. Sigurðssyni
 2. Starfsuppsögn.
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 9.10.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

 1. Fundargerðir nefnda

Fundargerð Fræðslunenfdar frá 29.10.2019 lögð fram. Fundargerðin rædd og samþykkt.

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 31.10.2019 lögð fram til kynningar og samþykkt. Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020 verður tekin fyrir síðar á dagskránni.
 3. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 29.11.2019 lögð fram til kynningar og samþykkt.
 4. Fundargerðir 875. og 876. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagaðar fram til kynningar.
 5. Fundargerð 40. fundar Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 27.11.2019 lögð fram til kynningar.
 6. Tekjustofnar og gjaldskrár

Tillaga að tekjustofnum 2020.

 1. Útsvar: 14,52% af útsvarsstofni eða hámarks útsvarsálagning sem heimilt er samkvæmt lögum.
 2. Fasteignaskattur.
 3. Íbúðarhús og útihús í sveitum: 0,5% af fasteignamati húss og lóðar.
 4. Opinberar byggingar: 1,32% af fasteignamati húss og lóðar .
 5. Aðrar fasteignir: 1,4% af fasteignamati húss og lóðar.

Afsláttur vegna fasteignaskatts aldraðra 70 ára og eldri og 75% öryrkja, sem búa í eigin húsnæði er tekjutengdur og miðaður við árstekjur samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. þ.e 1. febr, 1. aprl, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.

 1. Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar.

Tillagan borin upp og samþykkt.

Gjaldskrá Drangsnesvatnsveitu: Oddviti leggur til að gildandi gjaldskrá verði samþykkt óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt.

Gjaldskrá fyrir fráveitur í Kaldrananeshreppi: Oddviti leggur til að gildandi gjaldskrá verði samþykkt óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt.

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi.

Oddviti leggur til að gjaldskrá fyrir sorphirðu hækki um 2%. Tillagan borin upp og samþykkt.

Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness: Oddviti leggur fram tillögu um að gjaldskráin hækki um 2%. Tillagan borin upp og samþykkt.

Gjaldskrá Drangsneshafnar: Oddviti leggur fram tillögu um að gjaldskrá Drangsneshafnar hækki um 2%. Tillagan borin upp og samþykkt.

Gjaldskrá vegna skipulags og byggingargjalda: Oddviti leggur fram tillögu um að gjöld vegna þjónustu byggingarfulltrúa verði í samræmi við gjaldskrár þeirra sveitarfélaga sem nýta sér þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Stranda- Dala- og Reykhóla. Tillagan borin upp og samþykkt.

Ýmsar gjaldskrár og þjónustugjöld sem innheimt eru af Kaldrananeshreppi. Oddviti leggur til að þessi þjónustugjöld verði óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt.

 1. Bréf frá Umhverfishópi Kaldrananeshrepps framh. síðasta fundar. Sveitastjórn frestar fyrirtöku til næsta fundar þar sem gögn hafa ekki borist.
 2. Bréf frá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Kaldrananeshrepps. Lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið mun bregðast við ábendingum mannvirkjastofnunar eftir fremsta megni.

Í framhaldi af þessum lið vísast til næsta liðar á dagskránni.

 1. Eldvarnarátak

Oddviti gerði sveitarstjórn grein fyrir sérstöku eldvarnarátaki slökkviliðsins og Eldvarnabandalagsins. Slökkvilið Kaldrananeshrepps og Eldvarnabandalagið vilja hvetja íbúa Kaldrananeshrepps til að huga sérstaklega vel að eldvörnum heimila nú í aðdraganda jólanna. Slökkvilið Kaldrananeshrepps mun á næstunni heimsækja öll heimili í hreppnum og afhenda þeim að gjöf nauðsynlegan eldsvarna- og björgunarbúnað. Sveitarstjórn þakkar Sjóvá og Eldvarnarmiðstöðinni fyrir veittan stuðning í því framtaki. Hlutur sveitarfélagsins í eldvarnarátakinu er kr. 115.000. Sveitastjórn samþykkir að bera þann kostnað.

 1. Húsnæðisáætlun

Húsnæðisáætlun Kaldrananeshrepps lögð fram og samþykkt.

 1. Tilboð Motus

Þjónustutilboð frá Motus lagt fram og hafnað.

 1. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda- og Reykhóla 2020

Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps fyrir árið 2020 lögð fram.

Áætlaður kostnaður Kaldrananeshrepps er 3,9 milljónir. Borið upp og samþykkt.

 1. Fjárbeiðni Stígamót

Stígamót óskar eftir fjárstyrk fyrir árið 2020. Erindinu er hafnað.

 1. Skógræktaráform eigenda Hveravíkur

Skógræktaráform eigenda Hveravíkur lögð fram ásamt fyrirspurn um hvort sveitarfélagið heimili þeim að hefja framkvæmdir við skógrækt á jörðinni.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir þær áætlanir.

 1. Bréf frá Capasent

Bréf frá Capasent þar sem þeir bjóða sveitarfélögum þjónustu vegna fyrirhugaðs frumvarps um sameiningu sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 30.10.2019 um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga og dags. 23.10.2019 umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Lögð fram til kynningar.

 1. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir 2020

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2020 lögð fram. Árlegt framlag Kaldrananeshrepps til eftirlitsins er 1.071.732.- krónur. Sveitarstjórn beinir til síns fulltrúa í Heilbrigðisnefnd að kanna ástæður mikils kostnaðar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 1. Bréf til skógarbænda

Bréf til skógarbænda dags 4.11.2019 lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla. Lagt fram til kynningar.

 1. Eftirlitsskýrslur Heilbrigiseftirlits Vestfjarða

Eftirlitsskýrsla Heilbrigiseftirlits Vestfjarða vegna grunnskólans lögð fram. Sveitarsjórn mun taka þessar ábendingar til sín og vinna að úrbótum samkvæmt skýrslunni.

Eftirlitsskýrsla Heilbrigiseftirlits Vestfjarða vegna vatnsveitunnar sýna að vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001. Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Í bréfi dags 13.11.2019 koma fram tillögur um samkeppnisframlög úr stefnumótandi byggðaáætlun vegna aðgerðar A.9 Verslun í strjálbýli. Verslun á Drangsnesi fær 4,8 milljónir þ.e 2 milljónir árið 2020 og 2,8 milljónir árið 2021. Lagt fram til kynningar.

Bréf dags. 13.11.2019 er úrskurður um álagninu vatnsgjalda vatnsveitna. Lagt fram til kynningar.

 1. Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024

Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 lögð fram til kynningar.

 1. Fasteignakaup – Lið frestað til næsta fundar.
 2. Fjárhagsáætlun Kaldrananeshrepps 2020 fyrri umræða ásamt þriggja ára áætlun. Afgreitt til síðari umræðu.
 3. Bréf frá Birki K. Sigurðssyni

Í bréfinu sem dagsett er 24.11.2019 er boðið upp á 2ja daga skáknámskeið. Oddvita falið að kanna kostnað.

 1. Starfsuppsögn.

Jenný Jensdóttir, skrifstofustjóri hjá Kaldrananeshreppi hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur 3ja mánaða uppsagnarfrest þannig að síðasti vinnudagur yrði í lok febrúar.

Ástæða uppsagnar er hækkandi aldur eða eins og hún tók sjálf fram í bréfi til sveitarstjórnar:

Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun og verður sennilega líka erfitt að lifa með henni. Vil ég taka það skýrt fram og án alls vafa að þessi ákvörðun hefur ekkert með samstarf mitt með oddvita og sveitarstjórn að gera en það hefur verið mjög gott og tel ég að fullt traust hafi ríkt milli okkar. En hún ég verð ekki yngri meðan tíminn þýtur áfram og ég vil eiga nokkur góð ár án fastrar vinnu meðan heilsan leyfir að leika sér. Sveitastjórn Kaldrananeshrepps þakkar Jenný Jensdóttur fyrir öll þau vel unnu störf sem hún hefur unnið fyrir hreppinn frá árinu 1986, þar af frá árinu 1990 sem skrifstofustjóri og sem oddviti eða varaoddviti í 28 ár á því tímabili.

Oddvita falið í samráði við skrifstofustjóra og sveitarstjórn að auglýsa eftir nýjum starfsmanni.

Borið upp í heild sinni og samþykkt.

Sveitarstjórnarfundur 9.október 2019

Sveitarstjórnarfundur 9.október 2019

 

Miðvikudaginn 9. október 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 15. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Ómar Pálsson, Ingólfur Haraldsson og Margrét Bjarnadóttir

Oddviti setti fund kl. 20:00 og leitar afbrigða til að bæta við 7 liðum á dagskrá fundarins það er liður 14. Umsóknir um stöðuleyfi, 15. Útleiga Aðalbraut 8, 16. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu, 17. Forkaupsréttur að hlutabréfum Skúla ehf 18. Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2020 , 19. Bréf frá ungmennaráði Kaldrananeshrepps, 20. 20. Fundur Stjórnar Vestfjarðarstofu, 21.Fjórðungssamband Vestfirðinga

Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 11.09.2019
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Deiliskipulaga Klúku
 5. Staða verslunar á Drangsnesi
 6. Eldvarnir
 7. Götunöfn
 8. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
 9. Tré lífsins
 10. Umsókn um lóð
 11. Bréf frá umhverfishópi Kaldrananeshrepps

12..      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarsfélaga

 1. Samráðsvettvangur um loftslagsmál og heimsmarkmið
 2. Umsóknir um stöðuleyfi
 3. Útleiga Aðalbraut 8
 4. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu
 5. Forkaupsréttur að hlutabréfum Skúla ehf
 6. Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2020
 7. Bréf frá ungmennaráði Kaldrananeshrepps
 8. Fundur stjórnar Vestfjarðarstofu
 9. Fjórðungssamband Vestfirðinga
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 11.09.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Borin upp og samþykkt

 1. Fundargerðir nefnda
 2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 14.8.2019. Fundargerðin rædd og samþykkt.
 3. Fundargerð Fjallskilanefndar frá 20.8.2019. Fundargerðin rædd og samþykkt.
 4. Aðrar fundargerðir
 5. Fundargerð 29. fundar Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps frá 24.sept 2019 lögð fram til kynningar.
 6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12.9.2019 lögð fram og rædd
 7. Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 8. Deiliskipulag Klúku

Breyting hefur verið unnin á gildandi deiliskipulagi fyrir jörðina Klúku. Telst breytingin óveruleg. Borin upp og samþykkt samhljóða og málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

 1. Staða verslunar á Drangsnesi.

Oddviti tók til umræðu stöðu verslunar á Drangsnesi í ljósi slæmrar stöðu Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavík. Sveitarstjórn hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og felur oddvita að fylgjast með stöðunni og leita verðhugmynda í húsnæði og eignir Kaupfélagsins á Drangsnesi.

 1. Eldvarnir

Eldvarnabandalagið ásamt Kaldrananeshreppi hafa samþykkt að senda sameiginlegt bréf til allra íbúa með hvatningu um að huga vel að eldvörnum heimilisns og bæta það sem bæta þarf. Myndi fylgja bréfinu handbók þeirra um eldvarnir heimilisins.    Sveitarstjórn þakkar Eldvarnarbandalaginu áhugann og stuðninginn í þessu verkefni. Slökkviliðstjóra falið að leita samstarfs við tryggingafélag sveitafélagsins. Samþykkt samhljóða.

 1. Götunöfn

Íbúakosning um nafn á nýja götu á Drangsnesi. Gatan er á Húsahjalla og liggur að vitanum. Niðurstaða íbúakosningar er svohljóðandi.

Annað 10%, Vitahjalli 12%, Húsahjalli 36%,Vitavegur 42%

Sveitastjórn þakkar íbúum þáttöku og staðfestir hér með að gatan hljóti nafngiftina Vitavegur. Oddvita falið að annast nafngiftina.

 1. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf

Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.

 1. Tré lífsins

Bréf dags 20.9.2019. Erindi bréfsins er að kanna áhuga sveitarstjórnar á Minningargörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í minningargarða verður aska látinna einstaklinga gróðursett ásamt tré sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna og vera merkt rafrænni minningarsíðu þess sem undir því hvílir. Sveitarstjórn samþykkir að hafna tillögu með 4 atkvæðum , 1 sat hjá.

 1. Umsókn um lóð

Magnea Guðný Róbertsdóttir og Elías Jakob Ingimarsson sækja um lóð nr.4 á Vitavegi. Sveitarstjórn samþykkir að veita ofangreindum lóð nr. 4 á Vitavegi

Úthlutun gildir í 1 ár og eftir það fellur úthlutun niður ef framkvæmdir eru ekki hafnar. Borið upp og samþykkt samhljóða

 1. Bréf frá umhverfishópi Kaldrananeshrepps

Umhverfishópur Kaldrananeshrepps leggur til við sveitarstjórn að athuga með moltuvinnslu í hreppnum.

Sveitarstjórn fagnar áhuga hjá umhverfishóp Kaldrananeshrepps og tekur jákvætt í erindið, sveitarstjórn ætlar að leyta til hópsins um ítarlegri útfærslu á málinu. Borið upp og samþykkt

12..      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarsfélaga

Leiðbeinandi álit frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi tvöfalda skólavist barns í leik- og grunnskóla. Lagt fram til kynningar.

 1. Samráðsvettvangur um loftslagsmál og heimsmarkmið

Samband ísl. sveitarfélaga óskar eftir viðbrögðum sveitarstjórnar um hvort sveitarstjornin hafi tekið afstöðu til samráðsvettvangs um loftslagsmál og heimsmarkmið. Oddvita falið að svara erindinu í samræmi við vilja sveitarstjórnar.

 1. Umsóknir um stöðuleyfi

Tvær umsóknir um stöðuleyfi hafa borist. Áveðið að vísa þeim til Byggingar- skipulags- umhverfisnefndar.

 1. Útleiga Aðalbraut 8

Sveitarstjórn hefur úthlutað Aðalbraut 8 til útleigu og mun oddviti svara umsækjendum. Borið upp og samþykkt.

 1. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu

Fjárhagsáætlun Vestfjarðarstofu gerir ráð fyrir að hlutur Kaldrananeshrepps verði 699.757 kr, Borið upp og samþykkt

 1. Forkaupsréttur að hlutabréfum Skúla ehf

Kaupfélag Steingrímsfjarðar tilkynnir stjórn Skúla ehf forkaupsréttarákvæði á eignarhlut Kaupfélagsins á 8% eignarhlut í Útgerðarfélaginu Skúla ehf. Nýti stjórn Skúla ekki forkauprétt sinn virkjast forkaupsréttarákvæði hlutafjáreigendum að nýta forkaupsrétt sinn þann 14 desember kl 12:00 til 16 desember kl 12:00 .

Sveitafélagið sem hlutafjáreigandi mun fylgjast með gang mála. Borið upp og samþykkt.

 1. Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2020

Á íbúðafundi þann 6.10. 2019 var ákveðið að halda bryggjuhátíð þann 18. júlí 2020 og var leytað til sveitastjórnar hvort hún muni ekki styðja við verkefnið með sama hætti og hefur verið undanfarnar hátíðar.

Sveitatjórn fagnar því að ákveðið hefur verið að halda bryggjuhátíð og samþykkir að taka þátt í verkefninu líkt og á fyrri hátíðum.

 1. Bréf frá ungmennaráði Kaldrananeshrepps

Sveitarstjórn fagnar áhuga ungra íbúa hreppsins á málefnum sveitafélagsins og óskar eftir góðri samvinnu í náinni framtíð.

 1. Fundur stjórnar Vestfjarðarstofu, rætt og samþykkt samhljóða.
 2. Fjórðungssamband Vestfirðinga

Lagðar fram tillögur milliþinganefndar Fjórðungsþings Vestfirðinga um breytingar á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga og þingsköpum Fjórðungsþings Vestfirðinga. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 23:15

Sveitarstjórnarfundur 11.09.2019

Sveitarstjórnarfundur 11.09.2019

 

Miðvikudaginn 11. september 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 14. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ómar Pálsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Bjarni Þórisson og Arnlín Óladóttir.

Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur
 5. Nafn á nýja götu á Drangsnesi
 6. Bréf frá IOGT
 7. Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019
 8. Bréf frá Mannvirkjastofnun
 9. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018
 10. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
 11. Tillga til þingsályktunar i, sameiningu sveitarfélaga
 12. Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019
 13. Lóðamál Klúku
 14. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

 1. Fundargerðir nefnda
 2. Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 14. ágúst s.l

Fundargerðin er í 5 liðum og

 1. Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 11.september 2019
 2. Aðrar fundargerðir

Fundargerð 873. fundar stjórnar sambands ísl sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 1. Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur

Eftilitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lagðar fram til kynninga og umræðu þar sem það á við. Eftirlitsskýrsla Gvendarlaugar hins góða, laugin stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Gvendarlaug hins góða heitur pottur. Stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Sundlaugin á Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010. Heitur pottur við sundlaugina Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010 Fram kom að klórbúnaður sundlaugar var bilaður og beðið eftir viðgerð. Heitu pottarnir í fjörunni á Drangsnesi. Stenst gæðakröfur skv reglugerð 814/2010.Vatnsveitan Drangsnesi stenst gæðakröfur skv reglugerð 536/2001.

 1. Nafn á nýja götu á Drangsnesi

Sveitarstjórn hefur ekki formlega samþykkt nafn á nýja götu á Drangsnesi sem hefur haft vinnuheitið Vitagata eða Vitabraut. Sveitastjórn ákveður að kosið verði á milli þriggja nafna í almennri íbúakosningu: Vitavegur; Vitahjalli og Húsahjalli. Oddvita falið að annast framkvæmd.

 1. Bréf frá IOGT Lagt fram til kynningar.
 2. Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019

Úttektarskýrsla vegna slökkviliðs Kaldrananeshrepss lögð fram til umræðu. Staða slökkviliðsins er ekki nógu góð og mun sveitarstjórn vinna að úrbótum í samvinnu við slökkviliðsstjóra.

 1. Bréf frá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun í bréfi dags. 23.8 2019 hvetur sveitarstjórnir til að sjá til þess að byggingarfulltrúar standi við lögbundnar skyldur sínar og skrái tilskilin gögn í Byggingargátt. Lagt fram til kynningar.

 1. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018

Ársreikningur Félgsþjónustunnar fyrir árið 2018 lagður fram.

 1. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
 2. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3.9.2019 fjallar um Jafnlaunavottun sveitarfélaga þar sem fram kemur að það sé mat lögfræði- og velferðarsviðs að sveitarfélög þar sem 25 starfsmenn eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli beri að ljúka jafnlaunavottun fyrir 31.12.2019. Starfsmannafjöldi Kaldrananeshrepps nær ekki þeirri tölu og þarf ekki formlega jafnlaunavottun, en unnið er eftir markmiðum hennar.
 3. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Sveitarstjórn hyggst ekki taka formlega þátt í þessum vettvangi, þar sem tíminn leyfir það ekki, en mun hafa þessi markmið í huga í störfum sínum og ákvarðanatöku. Borið upp og samþykkt einróma.
 4. Tillaga til þingsályktunar , sameining sveitarfélaga

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði 250 frá 2022 og 1000 frá árinu 2026.

 1. Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019

Fundargerð frá fundi minni sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 5.9.2019 lögð fram til kynningar.

Vegna liða 11og 12 telur sveitarstjórn sig hafa vissu um að íbúar séu almennt á móti þvingaðri sameiningu. Miklar umræður sköpuðust um hvort og þá hvernig ætti að bregðast við umræddum áformum.  Samþykkt var að fela oddvita að semja ályktun, í samvinnu við aðra sveitarstjórnarmenn, til birtingar í fjölmiðlum.

 1. Lóðamál Klúku

Einn aðili ítrekar ósk sína um kaup á lóð úr landi Klúku. Sveitarstjórn þarf að taka sér tíma til að endurskoða lóðamál á jörðum sveitarfélagsins, bæði eignarhald og stærð lóða. Oddvita falið að upplýsa viðkomandi.

 1. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf

Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf verður haldinn 17.september 2019. Fulltrúi sveitarfélagsins, Finnur Ólafsson, tilkynnir að hann ætli að hætta í stjórn Drangs vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Gunnar Jóhannesson, Hveravík sem varamaður verður aðalfulltrúi í hans stað og sveitarstjórn skipar Signý Ólafsdóttur sem varamann hans.

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 22:15

Sveitarstjórnarfundur 31.07.2019

Sveitarstjórnarfundur 31.07.2019

 

Miðvikudaginn 31. júlí 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 13. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ingólfur Haraldsson og Arnlín Óladóttir. Oddviti setti fund kl. 20:30 og og leitar afbrigða til að bæta við 2 liðum á dagskrá fundarins það er liður 16. Ósk um úthlutum um lóð á Vitagötu og liður 17. Skólamál

Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Ársreikningur 2018 síðari umræða
 2. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júlí 2019
 3. Fundagerð nefnda
 4. Aðrar fundargerðir
 5. Umsókn um lóð á Klúku
 6. Almennir viðskiptaskilmálar ljósleiðarnets Veitustonunar Kaldrananeshrepps
 7. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2018
 8. Ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018
 9. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
 10. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019
 11. Minnisblað frá Sambandi Ísl sveitarfélaga
 12. Fjárveiting til styrkvega
 13. Bréf frá Örnefnanefnd
 14. Bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
 15. Bréf frá Íbúðalánasjóði
 16. Ósk um úthlutum um lóð Vitagötu
 17. 17. Skólamál
 1. Ársreikningur 2018

Haraldur Örn Reynisson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG fór yfir endurskoðanda skýrslu í síma vegna ársreiknings fyrir árið 2018

Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2018 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er neikvæð. 264.000- og A og B hluta jákvæð um 2,3 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 307.2 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 336,6 millj. króna. Handbært fé í árslok var 53,6 milljónir kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Eignasjóðs var 5,1 millj. kr. Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs var neikvæð 1,4 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða vatnsveitunnar var jákvæð 1,2 mill.kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Hitaveitu Drangsness var 2,8 millj. eftir skatta.

Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

Ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram til síðari umræðu.          

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júlí 2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi -. Afgreitt athugasemdalaust

 1. Fundargerð nefnda

Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Stjórnarfundur BsVest 12.7.2019. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
 3. Ársfundur starfsendurhæfingar Vestfjarða 28. maí 2019. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
 4. Umsókn um lóð á Klúku

Einar Hannesson sækir um sumarhúsalóð á Klúku. Hann óskar eftir að gildandi deiliskipulagi frístundalóða í landi Klúku verði breytt og tvær lóðir verði skipulagðar ofan við þær lóðir sem fyrir eru og óskar eftir að fá til umráða báðar þær lóðir.      Sveitarstjórn telur sig ekki getað orðið við þeirri ósk að samþykkja gerð umræddra lóða þar sem þær eru á samningbundnu skógræktarsvæði. Sveitarstjórn lýsir yfir eindregnum vilja að leita lausna til þess að verða við áhuga umsækjanda á að fá að lóð í Klúkulandi. Sveitarstjórn bíður þeim jafnframt í könnunarleiðangur um að finna heppilega lóð. Borið upp og samþykkt

 1. Almennar viðskiptareglur ljósleiðaranets Veitustofnunar Kaldrananeshrepps

Oddviti leggur fram tillögu að viðskiptareglum fyrir ljóðleiðaranet Kaldrananeshrepps. Sveitarstjórn samþykkir viðskiptaskilmála með fyrirvara að í stað Veitustofnunar standi Hitaveita Drangsness. Borið upp og samþykkt samhljóða

 1. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2018

Ársskýrsla starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar.

 1. Ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018

ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða lagður fram til kynningar.

 1. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarfélaga varðandi fjárfestingar á vegum sveitarfélaga.

Sveitafélagið mun starfa samkvæmt þeim tilmælum.

 1. Umsögn Sambands Ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019

Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019 lagt fram til kynningar.

 1. Minnisblað frá Sambandi Ísl sveitarfélaga

Minnisblað Sambands ísl sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til 3ja ára lagt fram til kynningar.

 1. Fjárveiting til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta til vegar að Kokkálsvíkurhöfn kr. 1.500 þúsund.

 1. Bréf frá Örnefnanefnd

Bréf Örnefnanefndar frá 26.6.2018 um ensk nöfn á íslenskum stöðum. Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga

Verkalýðsfélag Vestfjarða sendir áskorun til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum vegna ágreinings við samninganefnd Sambands ísl sveitarfélaga um 105 þúsund króna eingreiðslu til starfsmanna sveitarfélaga sem samið hefur verið um við samninganefnd Fosvest en ekki hafa náðst samningar um við Verk vest. Sveitarstjón mun kynna sér málið frekar og frestar málinu til næsta fundar. Borið upp og samþykkt.

 1. Bréf frá Íbúðalánasjóði

Bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem áform félags- og barnamálaráðherra í húsnæðismálum er kynnt. Lagt fram til kynningar.

 1. Ósk um úthlutum um lóð á Vitagötu

Á sveitarstjórnarfundi 01. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:

“Ásta Dís Óladóttir og Jakob Bjarnason til heimilis að Viðjugerði 12, 108 Reykjavík vilja með bréfi dags 12.6 2017 endurnýja ósk sína um að fá úthlutað lóð, sem samkvæmt tillögu að deiliskipulagi, er nefnd Vitagata 2 Drangsnesi. Vonast þau eftir að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps endurmeti afstöðu sína frá 2014. Afgreiðslu frestað en oddvita falið að kanna með kostnað og fleira tengt götu framkvæmdum.”

Sveitarstjórn ákveður að afgreiða áður frestuðu erindi og úthluta þeim lóð á Vitagötu 2. Úthlutun gildir í 1 ár og eftir það fellur úthlutun niður ef framkvæmdir eru ekki hafnar. borið upp og samþykkt

 1. Skólamál

Leikjanámskeið sem halda átti fellur niður og mun sveitarstjórn leita lausna í samráði við Skólastjóra

borið upp og samþykkt

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 22:40

Framundan

January 2020
M T W T F S S
1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31

Kort

Breyta