Sveitarstjórnarfundur 11.09.2019

Sveitarstjórnarfundur 11.09.2019

 

Miðvikudaginn 11. september 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 14. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ómar Pálsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Bjarni Þórisson og Arnlín Óladóttir.

Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur
 5. Nafn á nýja götu á Drangsnesi
 6. Bréf frá IOGT
 7. Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019
 8. Bréf frá Mannvirkjastofnun
 9. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018
 10. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
 11. Tillga til þingsályktunar i, sameiningu sveitarfélaga
 12. Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019
 13. Lóðamál Klúku
 14. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

 1. Fundargerðir nefnda
 2. Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 14. ágúst s.l

Fundargerðin er í 5 liðum og

 1. Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 11.september 2019
 2. Aðrar fundargerðir

Fundargerð 873. fundar stjórnar sambands ísl sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 1. Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur

Eftilitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lagðar fram til kynninga og umræðu þar sem það á við. Eftirlitsskýrsla Gvendarlaugar hins góða, laugin stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Gvendarlaug hins góða heitur pottur. Stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Sundlaugin á Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010. Heitur pottur við sundlaugina Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010 Fram kom að klórbúnaður sundlaugar var bilaður og beðið eftir viðgerð. Heitu pottarnir í fjörunni á Drangsnesi. Stenst gæðakröfur skv reglugerð 814/2010.Vatnsveitan Drangsnesi stenst gæðakröfur skv reglugerð 536/2001.

 1. Nafn á nýja götu á Drangsnesi

Sveitarstjórn hefur ekki formlega samþykkt nafn á nýja götu á Drangsnesi sem hefur haft vinnuheitið Vitagata eða Vitabraut. Sveitastjórn ákveður að kosið verði á milli þriggja nafna í almennri íbúakosningu: Vitavegur; Vitahjalli og Húsahjalli. Oddvita falið að annast framkvæmd.

 1. Bréf frá IOGT Lagt fram til kynningar.
 2. Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019

Úttektarskýrsla vegna slökkviliðs Kaldrananeshrepss lögð fram til umræðu. Staða slökkviliðsins er ekki nógu góð og mun sveitarstjórn vinna að úrbótum í samvinnu við slökkviliðsstjóra.

 1. Bréf frá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun í bréfi dags. 23.8 2019 hvetur sveitarstjórnir til að sjá til þess að byggingarfulltrúar standi við lögbundnar skyldur sínar og skrái tilskilin gögn í Byggingargátt. Lagt fram til kynningar.

 1. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018

Ársreikningur Félgsþjónustunnar fyrir árið 2018 lagður fram.

 1. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
 2. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3.9.2019 fjallar um Jafnlaunavottun sveitarfélaga þar sem fram kemur að það sé mat lögfræði- og velferðarsviðs að sveitarfélög þar sem 25 starfsmenn eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli beri að ljúka jafnlaunavottun fyrir 31.12.2019. Starfsmannafjöldi Kaldrananeshrepps nær ekki þeirri tölu og þarf ekki formlega jafnlaunavottun, en unnið er eftir markmiðum hennar.
 3. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Sveitarstjórn hyggst ekki taka formlega þátt í þessum vettvangi, þar sem tíminn leyfir það ekki, en mun hafa þessi markmið í huga í störfum sínum og ákvarðanatöku. Borið upp og samþykkt einróma.
 4. Tillaga til þingsályktunar , sameining sveitarfélaga

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði 250 frá 2022 og 1000 frá árinu 2026.

 1. Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019

Fundargerð frá fundi minni sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 5.9.2019 lögð fram til kynningar.

Vegna liða 11og 12 telur sveitarstjórn sig hafa vissu um að íbúar séu almennt á móti þvingaðri sameiningu. Miklar umræður sköpuðust um hvort og þá hvernig ætti að bregðast við umræddum áformum.  Samþykkt var að fela oddvita að semja ályktun, í samvinnu við aðra sveitarstjórnarmenn, til birtingar í fjölmiðlum.

 1. Lóðamál Klúku

Einn aðili ítrekar ósk sína um kaup á lóð úr landi Klúku. Sveitarstjórn þarf að taka sér tíma til að endurskoða lóðamál á jörðum sveitarfélagsins, bæði eignarhald og stærð lóða. Oddvita falið að upplýsa viðkomandi.

 1. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf

Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf verður haldinn 17.september 2019. Fulltrúi sveitarfélagsins, Finnur Ólafsson, tilkynnir að hann ætli að hætta í stjórn Drangs vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Gunnar Jóhannesson, Hveravík sem varamaður verður aðalfulltrúi í hans stað og sveitarstjórn skipar Signý Ólafsdóttur sem varamann hans.

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 22:15

Sveitarstjórnarfundur 31.07.2019

Sveitarstjórnarfundur 31.07.2019

 

Miðvikudaginn 31. júlí 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 13. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ingólfur Haraldsson og Arnlín Óladóttir. Oddviti setti fund kl. 20:30 og og leitar afbrigða til að bæta við 2 liðum á dagskrá fundarins það er liður 16. Ósk um úthlutum um lóð á Vitagötu og liður 17. Skólamál

Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Ársreikningur 2018 síðari umræða
 2. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júlí 2019
 3. Fundagerð nefnda
 4. Aðrar fundargerðir
 5. Umsókn um lóð á Klúku
 6. Almennir viðskiptaskilmálar ljósleiðarnets Veitustonunar Kaldrananeshrepps
 7. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2018
 8. Ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018
 9. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
 10. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019
 11. Minnisblað frá Sambandi Ísl sveitarfélaga
 12. Fjárveiting til styrkvega
 13. Bréf frá Örnefnanefnd
 14. Bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
 15. Bréf frá Íbúðalánasjóði
 16. Ósk um úthlutum um lóð Vitagötu
 17. 17. Skólamál
 1. Ársreikningur 2018

Haraldur Örn Reynisson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG fór yfir endurskoðanda skýrslu í síma vegna ársreiknings fyrir árið 2018

Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2018 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er neikvæð. 264.000- og A og B hluta jákvæð um 2,3 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 307.2 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 336,6 millj. króna. Handbært fé í árslok var 53,6 milljónir kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Eignasjóðs var 5,1 millj. kr. Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs var neikvæð 1,4 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða vatnsveitunnar var jákvæð 1,2 mill.kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Hitaveitu Drangsness var 2,8 millj. eftir skatta.

Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

Ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram til síðari umræðu.          

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júlí 2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi -. Afgreitt athugasemdalaust

 1. Fundargerð nefnda

Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Stjórnarfundur BsVest 12.7.2019. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
 3. Ársfundur starfsendurhæfingar Vestfjarða 28. maí 2019. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
 4. Umsókn um lóð á Klúku

Einar Hannesson sækir um sumarhúsalóð á Klúku. Hann óskar eftir að gildandi deiliskipulagi frístundalóða í landi Klúku verði breytt og tvær lóðir verði skipulagðar ofan við þær lóðir sem fyrir eru og óskar eftir að fá til umráða báðar þær lóðir.      Sveitarstjórn telur sig ekki getað orðið við þeirri ósk að samþykkja gerð umræddra lóða þar sem þær eru á samningbundnu skógræktarsvæði. Sveitarstjórn lýsir yfir eindregnum vilja að leita lausna til þess að verða við áhuga umsækjanda á að fá að lóð í Klúkulandi. Sveitarstjórn bíður þeim jafnframt í könnunarleiðangur um að finna heppilega lóð. Borið upp og samþykkt

 1. Almennar viðskiptareglur ljósleiðaranets Veitustofnunar Kaldrananeshrepps

Oddviti leggur fram tillögu að viðskiptareglum fyrir ljóðleiðaranet Kaldrananeshrepps. Sveitarstjórn samþykkir viðskiptaskilmála með fyrirvara að í stað Veitustofnunar standi Hitaveita Drangsness. Borið upp og samþykkt samhljóða

 1. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2018

Ársskýrsla starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar.

 1. Ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018

ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða lagður fram til kynningar.

 1. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarfélaga varðandi fjárfestingar á vegum sveitarfélaga.

Sveitafélagið mun starfa samkvæmt þeim tilmælum.

 1. Umsögn Sambands Ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019

Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019 lagt fram til kynningar.

 1. Minnisblað frá Sambandi Ísl sveitarfélaga

Minnisblað Sambands ísl sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til 3ja ára lagt fram til kynningar.

 1. Fjárveiting til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta til vegar að Kokkálsvíkurhöfn kr. 1.500 þúsund.

 1. Bréf frá Örnefnanefnd

Bréf Örnefnanefndar frá 26.6.2018 um ensk nöfn á íslenskum stöðum. Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga

Verkalýðsfélag Vestfjarða sendir áskorun til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum vegna ágreinings við samninganefnd Sambands ísl sveitarfélaga um 105 þúsund króna eingreiðslu til starfsmanna sveitarfélaga sem samið hefur verið um við samninganefnd Fosvest en ekki hafa náðst samningar um við Verk vest. Sveitarstjón mun kynna sér málið frekar og frestar málinu til næsta fundar. Borið upp og samþykkt.

 1. Bréf frá Íbúðalánasjóði

Bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem áform félags- og barnamálaráðherra í húsnæðismálum er kynnt. Lagt fram til kynningar.

 1. Ósk um úthlutum um lóð á Vitagötu

Á sveitarstjórnarfundi 01. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:

“Ásta Dís Óladóttir og Jakob Bjarnason til heimilis að Viðjugerði 12, 108 Reykjavík vilja með bréfi dags 12.6 2017 endurnýja ósk sína um að fá úthlutað lóð, sem samkvæmt tillögu að deiliskipulagi, er nefnd Vitagata 2 Drangsnesi. Vonast þau eftir að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps endurmeti afstöðu sína frá 2014. Afgreiðslu frestað en oddvita falið að kanna með kostnað og fleira tengt götu framkvæmdum.”

Sveitarstjórn ákveður að afgreiða áður frestuðu erindi og úthluta þeim lóð á Vitagötu 2. Úthlutun gildir í 1 ár og eftir það fellur úthlutun niður ef framkvæmdir eru ekki hafnar. borið upp og samþykkt

 1. Skólamál

Leikjanámskeið sem halda átti fellur niður og mun sveitarstjórn leita lausna í samráði við Skólastjóra

borið upp og samþykkt

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 22:40

Sveitarstjórnarfundur 03.07.2019

Miðvikudaginn 3. júlí 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 12. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Bjarni Þórirsson og Ingi Vífill Imgimarsson.  Oddviti setti fund kl. 20 og og leitar afbrigða til að bæta við 2 liðum á dagskrá fundarins. Það er nr. 12. Umsókn um undanþágu fyrir þakhalla, 13. Skólahald haust 2019.  Afbrigði samþykkt.

Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júní 2019
 2. Fundargerð nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Sérfræðiálit
 5. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
 6. Holtagata 6-8
 7. Bjarnarfjarðará
 8. Vatnssýni
 9. Fasteignamat 2020
 10. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
 11. Ársreikningur
 12. Umsókn um undanþágu fyrir þakhalla
 13. Skólahald haust 2019
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júní 2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust.

 1. Fundargerð nefnda

Engar fundargerðir lágu fyrir fundi

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð stjórnar Bsvest frá 12.6.2019. Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.
 3. Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 1. Sérfræðiálit

Áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um fjárfestingu, framkvæmd eða aðra skuldbindingu sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins yfirstandandi reikningsár er skylt að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins. Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur hefur unnið sérfræðimat á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á fjárhag sveitarfélagsins. Hans álit er að áform um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði eignarsjóðs hafi ekki verulega íþyngjandi áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, gangi áætlanir eftir að öðru leiti.

Sérfræðiálitið lagt fram til kynningar.

 1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Oddviti leggur fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 og 2020 vegna byggingaráforma. Samtals framkvæmdakostnaður er 75.000.000.- sem skiptist á 2 ár. Fjármögnun er með sölu eigna, lántökum og með lækkun á handbæru fé. Einnig er vísað til sérfræðiálits sem lagt var fram í fyrri málslið fundarins.

Þá leggur oddviti fram breytingu á áður gerðri fjárhagsáætlun að teknu tilliti til viðaukans sem hér er lagður fram. Viðauki við fjárhagsáætlun lagður fram og samþykktur.

 1. Holtagata 6-8

Oddviti leggur fram tillögu um byggingu 2ja íbúða parhúss að Holtagötu 6-8 samkvæmt áður fram lögðum teikningum ásamt staðfestum viðauka við fjárhagsáætlun og sérfræðiáliti og óskar eftir framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

 1. Bjarnarfjarðará

Bjarni Þórisson ber upp tillögu svohljóðandi: Kaldrananeshreppur á 84 stangir í Bjarnarfjarðará sumarið 2019. Sveitarfélagið hefur ákveðið að úthluta stöngunum milli íbúa hreppsins með drætti sem skrifstofustjóri framkvæmir.

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

 1. Vatnssýni

Skýrsla um vatnssýni sem tekið var þann 11.6 s.l kom ekki vel út og varð að senda út viðvörun vegna E-coli gerla í vatninu. Seinna sýni sýndi að allt var í lagi og ekki þörf á að sjóða vatn. Lagt fram til kynningar.

 1. Fasteignamat 2020

Þjóðskrá Íslands sendir út kynningu á nýju fasteiganmati sem gildir frá 31. desember n.k Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
 2. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags 7. júní og 26. júní s.l varðandi álagningarprósentur fasteignagjalda lögð fram til kynningar.
 3. Bréf frá Sambandi ísl Sveitarfélaga frá 20. júní 2019 lagt fram til kynningar.
 4. Ársreikningur

Ársreikningur sveitarfélagsins vegna ársins 2018 lagður fram til fyrri umræðu. Afgreiddur til síðari umræðu.

Borið upp og samþykkt.

 1. Umsókn um undanþágu fyrir þakhalla

Umsóknaraðilar að byggingaráformum að Vitagötu 6 óska eftir undanþágu frá þakhallaákvæði í deiluskipulagi á deiliskipulagi E á Drangsnesi. Í gildandi deiluskipulagi er kveðið á um að þakhalli eigi að vera 15 til 30 gráður. Sveitarstjórn ákveður að veita umsækjanda undanþágu til 2ja ára frá ákvæði um þakhalla. Sveitarstjórn áformar að taka til endurskoðunar skilyrði í deiliskipulagi Drangsness.

Borið upp og samþykkt.

 1. Skólahald haust 2019

Skólastjóri Grunnskólans á Drangsnesi gerir grein fyrir áformum um reksturs skólasels á skólaárinu 2019-2020. Sveitarstjórn samþykkir að hefja rekstur skólaselsins fyrir börn á aldrinum 5-9 ára og ákveður að vistunargjöld verði 300 krónur fyrir hverja klukkustund, en hressing væri innifalin og boðið verði uppá 50% systkinaafslátt.

Samþykkt samhljóða.

Ákveðið er að hafa leikjanámskeið dagana 12.-20. ágúst og gjald fyrir námskeiðið verið 10.000 krónur (50% systkinaafsláttur) og yrði hressing innifalin en börnin kæmu með hádegismat og nesti fyrir hádegi. Ákveðið að veita skólastjóra heimild til að semja við Markús Bjarnason starfsmann Reykjavíkurborgar sem hefur áralanga reynslu af því að skipuleggja og starfa að skipulegu frístundastarfi í Reykjavík og á leikjanámskeiðum upphæð 170.000.

Samþykkt samhljóða.
Lögð hefur verið könnun fyrir foreldra varðandi kaup á hádegismat og hefur meirihluti foreldra barna við grunnskólann lýst yfir áhuga á því að kaupa hádegismat yrði hann í boði.

Oddvita og skólastjóra falið að afla frekari upplýsinga og kostnaðargreina mismunandi útfærslur.

Samþykkt samhljóða.

                                                           Fleira ekki fyrir tekið

                                                           Fundargerð lesin upp og samþykkt

                                                           Fundi slitið kl. 23:00

Starf við Grunnskólann á Drangsnesi

Grunnskóli Drangsness auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í Skólaseli frá og með 1. ágúst 2019 til 1. júní 2020. Um tímabundið starf er að ræða. 

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir yngstu nemendur skólans (1.-3. bekkur) frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Starfsmaður Skólasels mótar dagskrá selsins í nánu samstarfi við skólastjóra, umsjónarkennara yngstu deildar, börn og foreldra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntun og eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum skilyrði.

Framúrskarandi færni í samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.

Góðir skipulagshæfileikar, ábyrgð og stundvísi.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Með umsóknum skal fylgja ferilskrá, meðmæli, vottorð um hreina sakaskrá og stutt greinargerð um ástæðu umsóknar.

Sveitastjórnarfundur 3.6.2019

Sveitarstjórnarfundur 03.06.2019

Mánudaginn 3. júní 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ingólfur Árni Haraldsson, Eva K. Reynisdóttir , Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir. Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt áður útsendri dagskrá í 19 liðum

Ingólfur Árni Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 13. apríl 2019
 2. Fundargerð nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Holtagata 6-8
 5. Umsókn um lóð
 6. Umsögn um rekstrarleyfi
 7. Brúin yfir Bjarnarfjarðará
 8. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga
 9. Framkvæmdaáætlun 2019-2024 v Umhverfisvottun Vestfjarða

10        Bréf frá Unicef

 1. Ársskýrlsa Heilbrigiðiseftirlits Vestfjarða
 2. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar
 3. Lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög
 4. Bréf frá Samgöngu- og sveitasrstjórnarráðuneyti
 5. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirliti
 6. Skógræktin
 7. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga v fjármálaáætlunar ríkisins 2020-2024
 8. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga v kjarasamningsmála
 9. Ungmennaráð
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 13. apríl 2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

 1. Fundargerðir nefnda
 2.        Fundargerð Fræðslunefndar 26.september 2018.Fundargerðin er í 7 liðum. Lögð fram, rædd og samþykkt
 3. Fundargerð Fræðslunefndar engin dagsetning. Fundargerðin er á lausu blaði í 4 liðum. Lögð fram, rædd og samþykkt
 4. Fundargerð Fræðslunefndar frá13.5.2019 á lausu blaði. Fundargerðin sem er í 7 liðum, lögð fram, rædd og samþykkt
 5. Fundargerð. 4. fundar skipulags-, byggingar-, og umhverfisnefndar frá 28.5.2019. Fundargerðin sem er í 7 liðum liðir 1,2,3,4,6,7 lagðir fram, ræddir og samþykktir.

Lið númer 5 sem var umsókn um byggingarleyfi á Vitavegi 6 var vísað til sveitarstjórnar þar sem hugmyndir standast ekki deiliskipulag. Sveitastjórn hafnar umsókn á forsendum sem ekki standast kröfur í deiliskipulagi. Sveitarstjórn mun leitast við að aðstoða umóknaraðila við að leita lausna á vanköntum. Borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð 122. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 16.5.2019 lögð fram til kynningar.
 3. Fundargerðir 12., 13., 14. og 15. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu lagðar fram til kynningar.
 4. Fundargerð stjórnar BsVest frá 9.4.2019 lögð fram til kynningar.
 5. Fundargerð 870. og 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar
 6. Holtagata 6-8

Oddviti leggur fram teikningar að parhúsi á lóð nr 6-8 við Holtagötu Drangsnesi

lagt fram til kynningar

 1. Umsókn um lóð

Þorsteinn Húnbogason kt: 240960-7379 sækir um lóð undir 50 ferm. frístundahús. Óskar hann eftir lóð nr 8 við svokallaðan Vitaveg á Drangsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóð nr 8 á svokölluðum Vitavegi til eins árs og verði framkvæmdir ekki hafnar innan árs frá þvi að umsókn barst þarf að endurnýja umsókn. Lóð 8 er laus eftir að fyrri umsókn að lóð 8 var breytt í lóð 6

 1. Umsögn um rekstrarleyfi.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum óskar eftir umsögn sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps um umsókn Sunnu Einarsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki ll að Holtagötu 10. Drangsnesi. Oddvita falið að veita jákvæða umsögn. Borið upp og samþykkt

 1. Brúin yfir Bjarnarfjarðará

Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 16.janúar s.l var frestað ákvörðun um hvort sveitarfélagið tæki við rekstri og ábyrgð á gömlu brúnni yfir Bjarnarfjarðará. Þar sem líður að lokafrágangi á veginum um Bjarnarfjarðarháls vill Vegagerðin fá niðurstöðu í það mál.

Sveitarstjórn fellur frá þeim áfromum að taka til eignar eldri brú yfir Bjarnarfjarðará af vegagerð. Borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga lögð fram til kynninar.

 1. Framkvæmdaáætlun 2019-2024 vegna Umhverfisvottunar Vestfjarða.

Sveitarstjórn samþykkir að vinna eftir framkvæmdaáætlun vegna Umhverfisvottunar Vestfjarða. Í takt við þessa stefnu Kaldrananeshrepps í sorpmálum hefur verið sett upp ný flokkunarstöð í Bjarnarfirði og lýsir sveitarstjórn yfir ánægju sinni með þann áfanga. Borið upp og samþykkt

10        Bréf frá Unicef

Í bréfi frá Unicef á Íslandi dags 22.maí 2019 hvetur UNICEF á Íslandi öll sveitarfélög á Íslandi til að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Erindinu vísað til félagsmálafulltrúa og honum falið að vinna að drögum fyrir starfssvæðið sitt. Samþykkt samhljóða.

 1. Ársskýrlsa Heilbrigiðiseftirlits Vestfjarða

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna ársins 2018 lögð fram til kynningar

 1. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar

Stofnun Árna Magnússonar sendir sveitarfélögum leiðbeiningarit handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra. Lagt fram til kynningar.

 1. Lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög.

Bréf frá Fjármála- og Efnahagsráðuneyti dags. 3.maí 2019. Upplýsingarpóstur vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög og bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags 17. apríl 2019 um sama málefni lögð fram til kynningar.

 1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags 23.4.2019 vegna frávika frá fjárhagsáætlun sveitarfélaga og áminning til sveitarfélaga um að óheimilt sé að víkja frá samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélags nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina, sbr. 2. mgr. 63. gr sveitarstjórnarlaga. Lagt fram til kynningar

 1. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirliti

Jafnréttisstofa og vinnueftirlitið benda á skyldur atvinnurekanda til að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun bregðast við því með að setja upp veggspjöld á tilheyrandi stofnanir.

 1. Skógræktin

Í bréfi frá Skógræktinni er farið yfir nokkur þau atriði er varða stefnumarkandi ákvarðanir sem teknar hafa verið hjá Skógræktinni að höfðu samráði við skógareigenda. Lagt fram til kynningar.

 1. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga v fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga v fjármálaáætlunar ríkisins fyrir árin 2020-2024 lögð fram til kynningar. Þar kemur meðal annars fram að ríkið hyggst lækka framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verulega og mun sú lækkun vera 46.644 krónur á íbúa í Kaldrananeshreppi eða miðað við sama íbúafjölda og nú er eða rúmar 5 milljónir á ári. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps mótmælir harðlega fyrirætlunum ríkistjórnarinnar. Oddvita falið að koma þeim skilaboðum áleiðis.

 1. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga v kjarasamningsmála

Yfirlýsing frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vísunar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) og Eflingar á kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara og fullyrðinga þeirra í tengslum við málið. Lagt fram til kynningar.

 1. Ungmennaráð

Á að stofna ungmennaráð eða skoða aðrar leiðir.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og ætlar sér að halda fund með ungmennum sveitafélagssins. Margréti og Krístínu falið að kalla hópinn saman og sveitarfélagið mun skaffa veitningar. Borið upp og samþykkt.

Fleira ekki fyrirtekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt og undirrituð

Fundi slitið kl.23:10

Framundan

September 2019
M T W T F S S
1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30

Kort

Breyta