Fjallskilaseðill og réttir 2022
- Details
- Miðvikudagur, 07 september 2022 15:11
Kaldrananeshreppur hefur nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2022 og er hann birtur hér.
Seðillinn verður einnig hengdur upp í Búðinni á Drangsnesi en vegna umhverfissjónarmiðs verður hann ekki sendur í hús.
Samþykkt var á fundi Fjallskilanefndar að fyrri leitir fari fram föstudaginn 23. september og réttað verður laugardaginn 24. september.
Allir eru velkomnir að koma og hjálpa til við leitir, njóta góðrar útivistar í fallegu umhverfi og góðum félagsskap.
Starfsmaður óskast við Sundlaugina á Drangsnesi
- Details
- Miðvikudagur, 24 ágúst 2022 11:47
Sundlaugin á Drangsnesi óskar eftir starfsmanni aðra hvora helgi.
Vinnutími er á föstudögum frá 14.30 til 19.00, laugardögum & sunnudögum frá 12.30 til 18.00.
Gerð er krafa á því að umsækjendur séu 18 ára eða eldri.
Helstu verkefni og ábyrgð :
- Öryggisgæsla við sundlaug
- Afgreiðslustörf
- Aðstoð við viðskiptavini
- Þrif
Hæfniskröfur :
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Umsóknum skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Allar nánari upplýsingar veitir oddviti, Finnur Ólafsson í síma 775-3377
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 17. ágúst 2022
- Details
- Fimmtudagur, 18 ágúst 2022 12:30
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 3. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Hildur Aradóttir, Arnlín Óladóttir og Franklín Steindór B. Ævarsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá 3. fundar:
- Fundargerð 2. sveitarstjórnarfundar 03.07.2022.
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Skólaárið 2022-2023 & rætt við skólastjóra
- Beiðni um sumarhúsalóð í hreppnum
- Umsókn um leiguíbúð í hreppnum
- Eftirlitsskýrsla frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
- Erindi Steinars Braga
- Beiðni Íþróttasambands lögreglumanna
- Beiðni Blindrafélagsins
Fundargerð:
- Fundargerð 2. sveitarstjórnarfundar 03.07.2022.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir.
- Aðrir fundir
- Ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu, 14.06.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - 45. stjórnarfundur Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 27.04.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - 46. stjórnarfundur Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 01.06.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Framhaldsársfundur Vestfjarðastofu, 28.04.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 910. fundur stjórnar, 20.05.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir - Samband íslenskra sveitarfélaga, 911. fundur stjórnar, 23.06.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
- Ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu, 14.06.2022.
- Skólaárið 2022-2023 & rætt við skólastjóra
Rætt var við Ástu Þórisdóttur sem hefur tekið við sem nýr skólastjóri Grunnskóla Drangsness. Farið var yfir skólaárið 2022-2023, nemendaskrá annarinnar og komandi verkefni.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps þakkar Guðnýju Rúnarsdóttur, fyrrum skólastjóra fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni alls velfarnaðar í framtíðinni. - Beiðni um sumarhúsalóð í hreppnum
Sveitarstjórn barst beiðni um sumarhúsalóð í hreppnum en óskað var eftir því að fá leigða lóð nr. 5 í landi Klúku undir sumarhús.
Beiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóð nr. 5 og felur þjónustufulltrúa að ganga frá lóðareigusamningum.
Borið upp og samþykkt. - Umsókn um leiguíbúð í hreppnum
Hreppnum barst umsókn þar sem óskað var eftir leiguíbúð í hreppnum.
Þjónustufulltrúa falið að útbúa leigusamning. - Eftirlitsskýrsla frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lagðar fram til kynningar og umræðu þar sem við á.
Eftirlitsskýrsla Gvendarlaugar hins góða greinir frá því að sýni úr pottinum sem staðsettur við hliðin á lauginni var tekið. Að auki var tekið sýni úr lauginni sem stenst gæðakröfur reglugerðar um baðstaði í náttúrunni nr. 460/2015 en laugin er tæmd alla þriðjudaga og þvegin með háþrýsti dælu.
Sýni sem tekið var úr Sundlauginni á Drangsnesi stenst kröfur skv. sundlaugareglugerð nr. 810/2010. Klórblöndun er í góðu lagi og gestafjöldi hefur verið skráður. Merkingar eru allar til staðar en athuga þarf merki sem bannar dýfingar fyrir ofan dúkrúllu á húsi en það er óskýrt.
Skýrsla lögð fram til kynningar. - Erindi Steinars Braga
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps barst erindi frá Steinari Braga þar sem hann fer yfir skort á öryggis- og þjónustumerkingum hér í hreppnum. Skortur er á hraðamerkingum á Drangsnesi en hvorki er að finna merkingar við aðkomu inn í bæinn frá þjóðvegi 645 né innan bæjarins. Einnig vantar merkingu á staðsetningu tjaldsvæði Drangsnesar.
Að auki nefnir hann möguleikann á því að gefa sögu hreppsins merkari sess. Mörg hús við Aðalbraut hafa merka sögu og þýðingu í augum núverandi og fyrrverandi íbúa en meðal þeirra húsa eru til dæmis gamla bókasafnið, gamla kaupfélagið og gamla símstöðin.
Það myndin gefa bænum ákveðinn blæ að mögulega setja upp ýmis skilti með myndum af lífi í þorpinu hér áður fyrr og gæti Drangsnes orðið enn eftirsóknarverðri ferðamannastaður.
Erindi lagt fyrir.
Sveitarstjórn þakkar góðar ábendingar og tekur þær til skoðunar.
Vegagerðin endurnýjaði öll umferðarmerki nú í ágúst að öðru leiti vísum við þessum góðu ábendingum til viðeigandi aðila.
Borið upp og samþykkt. - Beiðni Íþróttasambands lögreglumanna
Hreppnum barst fyrirspurn frá Íþróttasambandi lögreglumanna sem hefur staðið fyrir umferðarfræðslu fyrir yngstu nemendurna í skólum landsins undanfarin ár undir yfirskriftinni „Í umferðinni“.
Kannaður er áhugi sveitarfélagsins fyrir því að styrkja verkefni þeirra með frjálsu framlagi eða kaupa merki sveitarfélagsins sem myndi prýða bæklinginn að upphæð kr. 30.000.
Beiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki beiðni sambandsins.
Borið upp og samþykkt. - Beiðni Blindrafélagsins
Hreppnum barst fyrirspurn frá Blindrafélaginu þar sem athugað er hvort áhugi væri fyrir því að kaupa styrktarlínu að upphæð kr. 5.000 eða kaupa merki sveitarfélagsins að upphæð kr. 18.000.
Með því væri hreppurinn að styrkja Blindrafélagið við útgáfu rits þeirra, Víðsjá sem kemur út í lok ágúst. Víðsjá er gefin út í 12.000 eintökum og er dreift til félagsmanna, styrktarfélaga, bakhjarla og annarra sem stutt hafa félagið á síðastliðnum tveimur árum.
Beiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki beiðni Blindrafélagsins.
Borið upp og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 21:51
Holtagata 8 - Laus til útleigu
- Details
- Þriðjudagur, 09 ágúst 2022 10:57
Umsóknarfresturinn er til og með 14. ágúst n.k.
Þegar umsóknarfresti lýkur er unnið úr umsóknum.
Við hvetjum áhugasama að sækja um: Íbúð | Leigufélagið Bríet (briet.is)
Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag
- Details
- Þriðjudagur, 26 júlí 2022 20:34
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12.apríl 2022 sl. að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Ásmundarness sem er bújörð við fjarðarbotn í Bjarnarfirði, milli Hallardalsár og Deildarár í samræmi við 31.gr. og 41.gr.skipulags laga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS11) og Iðnaðarsvæði (I11) á svæðinu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir sjö frístundahúsalóðum á svæði sem er 3,8 ha og iðnaðarsvæðið sem er 5,3 ha að stærð.
Skipulagstillagan verður til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og á heimasíðu Kaldrananeshrepps, drangsnes.is.
Hver sá sem telur sig eiga hagsmuni að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fyrir 9. september 2022.
Arwa Alfadhli,
Skipulagsfulltrúi Kaldrananeshrepps.
--------------
Breyting_á_aðalskipulagi_Kaldrananeshrepps_2010_-_2030.pdf
Deiliskipulag_í_landi_Ásmundarness_Kaldrananeshreppi_og_Strandasýslu.pdf