Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)

Umsóknareyðublað má nálgast hér

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Staðfesting á skólavist
  • þinglýstur húsaleigusamningur
  • Upplýsingar um bankareikning

Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.

Skilaboð frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis

Sent að beiðni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu.
 
 
 

Vinnuskólanum þakkað fyrir

Nú er vinnuskóla Kaldrananeshrepps lokið sumarið 2020. Alls tóku 12 ungmenni þátt í vinnuskólanum í ár, 8 stúlkur og 4 drengir.  Vinnan fólst í því að slá gras, raka tjaldsvæðið og fegra bæinn. Einnig var slegið fyrir 3 heldriborgara.

Skemmtilegast þótti vinnuhópnum að mála hús í eigu hreppsins, s.s. vigtarskúr, dæluhús, bókasafn, masturshús og kanta á bryggju.

Hópurinn fjölmennti líka í stórskemmtilegt hundaafmæli í Hveravík. Níu krakkar fóru ásamt fylgimönnum á þrem bílum. Þar var í boði súpa og ýmsar veitingar, en líka nokkur skemmtiatriði. Ríkissjónvarpið var á staðnum til að taka upp stutta umfjöllun fyrir Sumarlandann.

Flokkstjóri og sveitarstjórn þakkar öllum krökkunum voðalega vel fyrir sumarið. Öll stóðu þau sig frábærlega og voru til fyrirmyndar í alla staði.

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. júlí 2020

Fimmtudaginn 16. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. júlí 2020

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Kaldrananeshrepps verður opin miðvikudaginn 29. júlí og fimmtudaginn 30. júlí.
Að öðru leyti er lokað vegna sumarleyfa út júlí. 
Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.