Frétt um Umhverfisvottun Vestfjarða

Náttúrustofa Vestfjarða óskaði eftir miðlun fréttar um umhverfisvottun Vestfjarða.
Á vefslóðinni má einnig finna Framkvæmdaráætlun 2020-2025 vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Vestfjörðum samkvæmt staðli Earth Check.


https://nave.is/frettir/Umhverfisvottun_Vestfjarda/

 

Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi

Holtagata 6-8

Heimild:
Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi (2020) Glugginn, Fréttabréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 4. tbl. 2020. Vefslóð sótt 14.9.2020: https://issuu.com/glugginn/docs/glugginn_tb5_88077b1e40693d?fr=sNDBkMjE5MjU2MjU 

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020

Fimmtudaginn 3. september 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Kristín Einarsdóttir og Ingi Vífill Ingimarsson. Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson boðuðu forföll.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem greiddar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sjá reglur

Umsóknareyðublað má nálgast hér

 

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Afgreiðsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi almennar húsnæðisbætur
  • Upplýsingar um tekjur og eignir heimilismanna, 18 ára og eldri.

Umsóknir skulu berast til félagsmálastjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Endurnýja skal umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á tólf mánaða fresti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)

Umsóknareyðublað má nálgast hér

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Staðfesting á skólavist
  • þinglýstur húsaleigusamningur
  • Upplýsingar um bankareikning

Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.