Grunnskóli Drangsness

Grunnskóli Drangsness var byggður og stofnaður árið 1944 en hann stendur við Aðalbraut 10. Árið 1988 var byggð viðbygging við skólann sem lauk sumarið 1992. Nemendur koma víða úr Kaldrananeshreppi og er skólinn því bæði þéttbýlis- og dreifbýlisskóli. Grunnskólinn á Drangsnesi er fámennur skóli og það mótar skólastarfið en það byggir á samkennslu árganga sem hefur það m.a. í för með sér að aukið svigrúm er fyrir hvern og einn að fara á sínum hraða í gegnum grunnskólann. 
Leiðarljós Grunnskólans á Drangsnesi er að þar sé stundað skólastarf sem skapar öllum nemendum tækifæri og rými til að efla sjálfstæði sitt, ábyrgð og sjálfsþekkingu. Í Grunnskólanum á Drangsnesi eru allir nemendur einstakir og rík áhersla lögð á að hampa fjölbreytileikanum og skapa svigrúm til að styrkleikar hvers og eins fái að njóta sín. Jákvæð viðhorf, gleði, samkennd og vinátta eru hornsteinn í skólastarfinu enda öll viðfangsefni auðveldari með jákvæðnina að vopni.
Leit