Slökkvilið Kaldrananeshrepps

Á Vestfjörðum starfa 8 slökkvilið og er Slökkvilið Kaldrananeshrepps eitt þeirra. 

Slökkviliðsstöð hreppsins er staðsett á Grundargötu 17 á Drangsnesi, slökkviliðsstjóri er Finnur Ólafsson og starfar mannað útkallslið undir hans stjórn. 

Slökkvilið Kaldrananeshrepps sinnir slökkvistarfi samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 og vinnur að öllum helstu þáttum slökkvistarfa bæði innan og utanhúss svo sem björgun mannslífa og reyklosun húsnæðis. Jafnframt útvegar það eldvarnarbúnað og veitir ráðgjöf fyrir heimili og stofnanir ef þess er óskað. 

Sími slökkviliðsstjóra: 775-3377 
Netfang slökkviliðsstjóra : finnurol@gmail.com 
Símanúmer neyðarlínu er 112
Leit