Sveitarstjórnarfundur var haldinn 29. maí 2022

Sveitarstjórnarfundur 29. maí 2022

Sunnudaginn 29. maí 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til fyrsta fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. 
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir og Arnlín Óladóttir. Finnur Ólafsson leitar afbrigða og tekið verði á dagskrá sem lið 13. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps

Oddviti setti fund kl. 20:00. Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.


Dagskrá 1. fundar:

  1. Fundargerð 41. sveitarstjórnarfundar 4.5.2022.
  2. Kosning oddvita og varaoddvita 
  3. Siðareglur 
  4. Nefndarkjör
  5. Fyrirkomulag sveitarstjórnafunda 
  6. Fundargerðir nefnda
  7. Aðrir fundir 
  8. Umsóknir um starf skólastjóra 
  9. Úthlutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará
  10. Erindi nemenda Grunnskóla Drangsness
  11. Beiðni Umhverfisstofnunar 
  12. Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar


Fundargerð:

  1. Fundargerð 41. sveitarstjórnarfundar 4.5.2022
    Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Lögð fram til kynningar.

  2. Kosning oddvita og varaoddvita
    Finnur Ólafsson var kosinn oddviti með 4 atkvæðum
    Hildur Aradóttir var kosin vara oddviti með 3 atkvæðum

  3. Siðareglur
    Siðareglur bornar upp, samþykktar samhljóða og sveitarstjórnarmenn staðfestu þær með undirritun sinni.
     
  4. Nefndarkjör

    Hafnarnefnd:
    Nefndin fer með málefni Drangsneshafnar skv. 10.gr hafnalaga nr. 61/2003

    Aðalmenn: Halldór Logi Friðgeirsson, Drangsnesi 
                      Magnús Ö. Ásbjörnsson, Drangsnesi
                      Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Drangsnesi

    Varamenn: Haraldur V. Ingólfsson, Drangsnesi
                      Ásbjörn I. Magnússon, Drangsnesi
                      Halldór Höskuldsson, Drangsnesi

    Kjörstjórn til sveitarstjórnar- og alþingiskosninga.

    Aðalmenn: Jenný Jensdóttir, Drangsnesi - formaður
                      Helga L. Arngrímsdóttir, Drangsnesi
                      Marta Jóhannesdóttir, Drangsnesi

    Varamenn: Pálmi Sigurðsson, Klúku
                      Hildur S. Bruun, Bassastöðum
                      Einar Unnsteinsson, Steinholt

    Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd.
    Nefndin er skipuð skv. 6. gr skipulagslaga nr. 123/2010, 14.gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Finnur Ólafsson kallar nefndina saman í fyrsta sinni. Nefndin skiptir með sér verkum

    Aðalmenn: Ólafur Ingimundarson, Svanshóli
                      Finnur Ólafsson, Hóli
                     Jón H. Elíasson, Drangsnesi

    Varamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Drangsnesi
                      Arnlín Óladóttir, Bakka
                      Haraldur V. Ingólfsson, Drangsnesi

    Fræðslunefnd.
    Nefndin er skipuð skv. lögum um grunnskóla nr. 91/2008, skv. 4 gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, og skv. lll kafla bókasafnslaga nr. 150/2012. Nefndin skiptir með sér verkum. Kristín Einarsdóttir kallar nefndina saman til fyrsta fundar.

    Aðalmenn: Kristín Einarsdóttir, Hveravík
                      Ísabella B. L. Petersen, Drangsnesi
                      Vigdís Esradóttir, Steinholt

    Varamenn: Unnur Á. Gunnarsdóttir, Drangsnesi
                      Tekla Þorláksdóttir, Drangsnesi
                      Petra Jaklová, Drangsnesi

    Fjallskilanefnd.
    Nefndin skal hafa með höndum skipulagningu fjallskila í Kaldrananeshreppi

    Aðalmenn: Árni Þór Baldursson, Odda
                      Birna Ingimarsdóttir,Kaldrananesi
                      Svanur H. Ingimundarson, Drangsnesi

    Varamenn: Ingi Vífill Ingimarsson, Kaldrananesi
                      Erna Arngrímsdóttir, Baldurshaga
                      Friðgeir Höskuldsson, Drangsnesi

    Fulltrúar á Fjórðungsþing Vestfjarða:

    Arnlín Óladóttir, Bakki
    Hildur Aradóttir, Drangsnesi
    Finnur Ólafsson, Hóli
    Halldór L. Friðgeirsson, Drangsnesi
    Ísabella B. L. Petersen, Drangsnesi

    Almannavarnanefnd Strandasýslu og Reykhólahrepps

    Aðalmaður: Finnur Ólafsson, Hóli
    Varamaður: Hildur Aradóttir, Drangsnesi

    Velferðarnefnd Stranda- og Reykhóla

    Aðalmaður: Jenný Jensdóttir, Drangsnesi
    Varamaður: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Drangsnesi

    Fulltrúi í stjórn Félagsþjónustu Stranda- og Reykhóla

    Aðalmaður: Jenný Jensdóttir, Drangsnesi
    Varamaður: Sunna Einarsdóttir, Drangsnesi

    Fulltrúi á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Aðalmaður: Finnur Ólafsson, Hóli
    Varamaður: Hildur Aradóttir, Drangsnesi

    Fulltrúi á aðalfund lánasjóðs sveitarfélaga

    Aðalmaður: Finnur Ólafsson, Hóli
    Varamaður: Hildur Aradóttir, Drangsnesi

    Fulltrúi í Útgerðarfélagið Skúla ehf.

    Aðalmaður: Margrét Ó. Bjarnadóttir, Drangsnesi
    Varamaður: Arnlín Óladóttir, Bakka

    Fulltrúi í stjórn Fiskvinnslunnar Drangs ehf

    Aðalmaður: Gunnar Jóhannsson, Hveravík
    Varamaður: Björn Hróarsson, Bassastöðum

    Fulltrúi í stjórn Laugarhóls ehf.

    Aðalmaður: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Drangsnesi
                       Helga Lovísa Arngrímsdóttir, Drangsnesi

    Varamaður: Auður Höskuldsdóttir, Bær 1
                       Ingólfur Árni Haraldsson, Drangsnesi

    Fulltrúi í stjórn Sorpsamlags Strandasýslu

    Aðalmaður: Finnur Ólafsson, Hóli
    Varamaður: Hildur Aradóttir, Drangsnesi
  1. Fyrirkomulag sveitarstjórnafunda
    Ákveðið að halda óbreyttu fyrirkomulagi.
    Borið upp og samþykkt samhljóða.

  2. Fundargerðir nefnda
    1. Aðalfundur Veiðifélags Bjarnarfjarðarár 2022, 22.05.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    2. Fundur fræðslunefndar, 18.05.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn ákveður að verða við ósk í lið 1 og 3 og veitir fjármagn til þess. Sveitarstjórn hefur leitað til fagaðila að annast stjórnun á viðhaldi skólans og vonast til þess að þeim framkvæmdum sem þörf er á verði lokið fyrir skólasetningu skólaárs 2022-2023.
      Sveitarstjórn staðfestir aðra liði.
      Borið upp og samþykkt samhljóða.

  3. Aðrir fundir 
    1. Fundargerð 49. fundar Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 09.05.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    2. Fundargerð 138. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, 11.05.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    3. SÍS, 18. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 17.05.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

  4. Umsóknir um starf skólastjóra
    Auglýst var eftir starfskrafti til þess að taka við starfi skólastjóra við Grunnskóla Drangsness 1. ágúst 2022 og barst hreppnum ein umsókn.
    Fræðslunefnd tók umsóknina til umfjöllunar á fundi sínum þann 18. maí síðastliðinn og mælti heilshugar með þeim umsækjanda.

    Umsókn lögð fram til kynningar.
    Sveitarstjórn felur oddvita að ráða umsækjanda.
    Borið upp og samþykkt samhljóða.

  5. Úthlutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará
    Búið er að fá uppfærða íbúaskrá frá Hagstofu Íslands og hefur þjónustufulltrúi parað íbúa í tveggja manna hópa. Nemendur við Grunnskólann á Drangsnesi hafa einnig dregið úthlutanir veiðidaga líkt og hefð hefur verið síðustu ára.

    Sveitarstjórn samþykkir úthlutun veiðidaga og felur þjónustufulltrúa að birta niðurstöður í Verslunarfélagi Drangsnes og heimasíðu hreppsins.
    Borið upp og samþykkt með fjórum atkvæðum, eitt situr hjá. 

  6. Erindi nemenda Grunnskóla Drangsness
    Nemendur Grunnskóla Drangsness vildu benda sveitarstjórn á að það þarf að endurnýja skiltið við kerlinguna en það hefur orðið fyrir skemmdum.

    Erindi tekið til kynningar.
    Oddvita falið að bregðast við. Borið upp og samþykkt samhljóða. 

  7. Beiðni Umhverfisstofnunar
    Umhverfisstofnun hefur borist umsókn vegna seiðaeldisstöðvar Nesvegs 5 ehf. Ásmundarnesi í Bjarnarfirði, þar sem áætluð ársframleiðsla verði um 45 tonn af regnbogasilungi.
    Stofnunin óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um hvort að sveitarfélagið telji að að áætluð starfsemi Nesvegs 5 ehf. Ásmundarnesi samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteignar.

    Beiðni lögð fyrir. Oddvita falið að svara beiðni Umhverfisstofnunar.
    Borið upp og samþykkt.  

  8. Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
    Erindi Húsnæðis og mannvirkjastofnunar er tvíþætt og hljóða svo :

    1. Birting leiðbeininga 9.2.3 gr. og 9.6.23 gr. byggingarreglugerðar
      Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) annast gerð leiðbeininga um nánari framkvæmd byggingarreglugerðar nr. 112/2012 í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila. Leiðbeiningar við reglugerðina 9.2.3. gr. ,,Greinargerð og sannprófun lausna“ og 9.6.23. gr. ,,Starfsemi sem sérstök hætta stafar af“ eru nú aðgengilegar inn á vef HMS.
    2. Drög að leiðbeiningum um brunavarnir
      Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) annast gerð leiðbeininga um brunavarnir en leiðbeiningar þessar eru meginreglur og í stöðugri endurskoðun. Með erindinu er verið að tilkynna ný drög að leiðbeiningum við reglugerð 747/2018, 18. gr. ,,Húsnæði og fyrirkomulag slökkvistöðva og útistöðva“ og leiðbeiningar við lög nr. 75/2000 um brunavarnir í frístundabyggð eru nú aðgengilegar inn á vef HMS.

           Erindi lögð fram til kynningar.

  1. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
    Sveitarstjórn ákveður að yfirfara gildandi aðalskipulag Kaldrananeshrepps með það fyrir augum hvort þörf sé á breytingum á aðalskipulagi vegna samfélagslegra breytinga.

    Borið upp og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 22:50