Míla kaupir ljósleiðara Kaldrananeshrepps
- Details
- Mánudagur, 20 febrúar 2023 12:15
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á 8. fundi sínum þann 14. desember sl. að taka kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðara Kaldrananeshrepps að upphæð 27.900.000kr.- m. vsk. og fól oddvita að ganga frá samningi.
Mikil sérhæfing er til staðar hjá Mílu til reksturs gagnaveitu en með sölunni má draga úr ýmsum kostnaði vegna umsýslu og rekstur ljósleiðarans. Hægt verður að losa fjármagn sem bundið er í veitunni og nýta til annarra verkefna í hreppnum.
Míla mun því sjá um allan rekstur og stendur straum af viðhaldi á því. Gert er ráð fyrir að stofn- og afnotagjald neytenda verði í samræmi við það sem almennt er á sambærilegum svæðum.
Upplýsingar um innheimtu, umsóknir ljósleiðarans og nánari aðstoð veitir Míla í síma 585-6000 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.