Sveitarstjórnarfundur var haldinn 8. mars 2023

Miðvikudaginn 8. mars 2023 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir og Ingólfur Árni Haraldsson.  

Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða sbr. liður 9 og sbr. liður 10


Dagskrá 11.  fundar:

 1. Fundargerð 10. sveitarstjórnarfundar 16.2.2023
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrir fundir
 4. Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum – Seinni umræða
 5. Deiliskipulag Ásmundarness 
 6. Sameining umhverfis- og skipulagsnefnda Dalabyggðar, Reykhólahrepps & Stranda
 7. Heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi
 8. Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum
 9. Erindi frá Dalabyggð um aðild að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
 10. Framlag Kaldrananeshrepps til góðgerðamála


Fundargerð:

 1. Fundargerð 10. sveitarstjórnarfundar 16.2.2023.
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 2. Fundargerðir nefnda
  Engar fundargerðir lágu fyrir.

 3. Aðrir fundir
  1. Fundargerð 50. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 18.01.2023. Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  2. Fundargerð 51. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 15.02.2023. Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Fundargerð 49. fundar velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 15.02.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  4. Samband íslenskra sveitarfélaga, 919. fundur stjórnar, 28.02.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  5. Stjórnarfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 13.02.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum – Seinni umræða
  Lög um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 tóku í gildi í lok maí þessa árs en helstu breytingar þess eru að umdæmi barnaverndarþjónustu skal vera í það minnst 6.000 íbúar og hafa yfir að skipa sérhæfðu starfsfólki í það minnsta tveim stöðugildum. Að auki þarf að hafa aðganga að félagsráðgjafa, sálfræðingi, lögfræðingi og einum starfsmanni með annars konar uppeldismenntun.

  Fjórðungsþing Vestfirðinga fól stjórn að skipa starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum . Starfshópurinn hefur nú lagt fram drög að samningi að sérhæfðri velferðarþjónustu á Vestfjörðum og tillögu að samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

  Tillögur starfshóps lagðar fyrir til seinni umræðu.
  Sveitarstjórn samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag.
  Oddvita falið að undirrita samning f.h. Kaldrananeshrepps.
  Borið upp og samþykkt.

 5. Deiliskipulag Ásmundarness
  Kaldrananeshreppi barst umsögn Skipulagsstofnunnar varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 5.3.2.5. vegna fjarlægar frá vegi og nr. 5.3.2.14. vegna fjarlægðar frá sjó í landi Ásmundarness

  Þjónustufulltrúi sendi Innviðaráðuneytinu bréf þann 7. desember sl. um beiðni um undanþágu frá gr. 5.3.2.5., lið d. og gr. 5.3.2.14. í skipulagsreglugerð nr.90/2013 og óskaði ráðuneytið eftir umsögn Skipulagsstofnunnar.

  Rök hreppsins eru að náttúrulegar aðstæður gera það að verkum að ekki er unnt að uppfylla fjarlægðarkröfu skipulagsreglugerðar frá stofn- og tengivegum sem og frá vötnum, ám og sjó. Einnig í ljósi þess að Vegagerð gerir ekki athugasemd við deiliskipulag Ásmundarness.

  Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd að undanþága verði veitt vegna fjarlægðar.

  Umsögn lögð fram til kynningar.

 6. Sameining umhverfis- og skipulagsnefnda Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Stranda
  Tilboð liggur fyrir frá VSÓ ráðgjöf til að aðstoða Dalabyggð, Reykhólahrepps og Strandir við að móta starfsumhverfi skipulags- og byggingafulltrúa út frá því að ein umhverfis, bygginga og skipulagsnefnd taki yfir verkefnin á starfssvæðinu. Einnig mun VSÓ ráðgjöf taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa.

  VSÓ Ráðgjöf hefur mikinn áhuga á að aðstoða sveitarfélögin á þessu svæði. Verðtilboð VSÓ er tvískipt (1) við mótun starfsumhverfis og (2) taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa.
  Sveitarstjórn samþykkir tilboð frá VSÓ ráðgjöf við að taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa og mótun starfsumhverfis.
  Samþykkt samhljóða.

 7. Heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi
  Ómar Bjarki Smárason frá jarðfræðistofunni Stapi ehf. gerir grein fyrir heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi. Fyrir liggur að bora skáholu númer DN-23 á Drangsnesi sem staðsett er á milli Aðalbrautar 8 og 10 við móts við gróðurhús.

  Kynning Ómars Bjarka um heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi lögð fram til kynningar.
  Sveitarstjórn felur oddvita að undirbúa fyrirhugaða hitaveituborun.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 8. Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum
  Ríkislögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur unnið að viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi sínu í samstarfi við almannavarnanefndum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, ásamt fleiri aðilum frá hjálpar- og björgunaraðilum sem starfa innan umdæmisins.

  Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur lögreglustjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

  Óskar því Ríkislögreglustjórinn á Vestfjörðum eftir samþykkt Kaldrananeshrepps sem verður sýnileg á forsíðu áætlunarinnar.

  Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.
  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðbragðsáætlun og brýnir að æfa þurfi þessar viðbragðsáætlanir á öllum starfssvæðum með viðeigandi viðbragðsaðilum.
  Oddvita falið að undirrita viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum f.h. Kaldrananeshrepps.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 9. Erindi frá Dalabyggð um aðild að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
  Dalabyggð óskar eftir samtarfi í félagsþjónustu og aðild að samstarfsverkefni Reykhóla og Stranda í málaflokknum. Horft verði til þess að eins sameiginleg velferðarnefnd starfi fyrir svæðið.

  Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tekur jákvætt í erindið.
  Þjónustufulltrúa falið að upplýsa aðildarsveitarfélögum ákvörðun sveitarstjórnar.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 10. Framlag Kaldrananeshrepps til góðgerðamála
  Beiðni hefur borist til sveitarfélagsins að styrkja Skíðafélaga Strandamanna sem stendur fyrir söfnun til góðgerðamála.

  Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vill leggja söfnuninni lið að upphæð 50.000kr.-
  Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 23:10