Dagskrá Bryggjuhátíðar 2007

Hér er dagskrá Bryggjuhátíðar 2007

Nánar: Dagskrá Bryggjuhátíðar 2007

Drangsnesbragurinn

Hér er Drangsnesbragurinn, höfum hann hér fyrir alla sem áhuga hafa á að læra hann.
Höfundur ljóðsins er Ingimundur Jörundsson frá Hellu.

Nánar: Drangsnesbragurinn

Drangsnesbragurinn

Þar sem gera má ráð fyrir að Drangsnesbragurinn verði sunginn að minnsta kosti 5 ef ekki 10 sinnum á Bryggjuhátíðinni þann 21. júlí er ekki úr vegi að læra textann og taka reglulegar æfingar til að vera tilbúinn fyrir hátíðina.  Þykir því við hæfi að setja textann hérna inn til að auðvelda æfingaprógrammið.

 

Drangsnesbragur:                            

 Nú er veturinn vikinn okkur frá,Þótt vorið gangi fremur hægt að sjáAlltaf sami seiglugarðurinn,Á sjóinn gefur illa kallinn minn. Þá reynum við rúbertu ef rokið ei lægirog hljótum ef hægir og Hólmvíkingar sjástað látast þá við bjóðin fara að fást,ég held það væri alla  vega skást. Ef gerði logn og góðviðri um stund,Það gæti slysast í þrjúhundruð pund.Það er ei hægt að heimta meira en það af  h.f. útgerðinni - eða hvað. Með bráðlekan byrðinginn og bilaðan kompásog ónýtan einhvern lás og allt í hönk þar um.Það lagast allt já allt með tímanum og einna helst í Drangsnes símanum.

 

Skýrsla um Grímsey

Mat á stofnstærð og veiðiþoli lunda í Grímsey á Steingrímsfirði

í Grímsey á Steingrímsfirði (héðan í frá Grímsey) hefur frá fornu fari verið stæðilegt lundavarp. Að beiðni eigenda Grímseyjar var farinn leiðangur í Grímsey í júní 2006 sem hafði það að markmiði að meta stofnstærð lunda í eynni og áætla veiðiþol stofnsins. Í leiðangrinum voru Böðvar Þórisson, Hersir Gíslason, Höskuldur Búi Jónsson og Tómas Grétar Gunnarsson. Hér eru birtir úrdrættir úr þessari skýrslu að beiðni landeigenda.

Nánar: Skýrsla um Grímsey

Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíðina

Nálægt 40% af íbúafjölda Kaldrananeshrepps mætti í sjálfboðavinnu fyrir Bryggjuhátíðina.

Nánar: Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíðina