Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða kominn út
- Details
- Fimmtudagur, 08 september 2011 17:49
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út og verður dreift í öll hús á Vestfjörðum á næstu dögum. Þar er að finna yfirlit yfir þau námskeið og námsleiðir sem búið að er ákveða að bjóða upp á í vetur.
Vestfjarðavíkingurinn 2011
- Details
- Föstudagur, 17 júní 2011 09:31
Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 7 til 9 júlí og fer hún fram víðsvegar um Vestfirði á þessum þremur dögum.
Keppt verður á eftirtöldum stöðum.
Fimmtudagur 7. Júlí kl 13:00 Hólmavík ( Galdrasafnið ) kl 15:30 Drangsnes ( Íþróttavöllur ) kl 18:00 Mjóifjörður ( Heydalur )
Föstudagur 8. Júlí kl 12:00 Súðavík ( Raggagarður ) kl 15:00 Suðureyri ( Sjöstjörnunni ) kl 18:00 Bolungarvík ( Ósvör )
Laugardagur 9. Júlí kl 12:00 Þingeyri ( Sundlauginni ) kl 13:00 Þingeyri ( Víkinga svæðið ) kl 16:00 Ísafjörður ( Silfurtorginu )
Fjölmenningarsetur
- Details
- Miðvikudagur, 09 febrúar 2011 14:12
Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.
Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.
Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku
Jólatré fyrir sundlaugina
- Details
- Miðvikudagur, 15 desember 2010 19:55

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Fundarröð og samstarf við skipulag
- Details
- Miðvikudagur, 18 nóvember 2009 13:16
Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember n.k. kl 20.00. Val fundarstaðar er ekki tilviljun, hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins í heilum landshluta og því er viðeigandi að fyrsti fundur slíku tagi sé haldinn á fjörukambi í mynni Steingrímsfjarðar. Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir;
- Strandasýsla, 19. nóvember kl 20.00. veitingarstaðurinn Malarkaffi, Drangsnesi.
- Reykhólahreppur, 20. nóvember kl 10.00. Íþróttahúsið Reykhólum, Reykhólum
- Vestur Barðastrandasýsla , 20. nóvember kl 17.00. Skor þróunarsetur, Patreksfirði
- Ísafjarðarsýsla, 25. nóvember kl 20.00. Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu, Ísafirði
Sjá frekari upplýsingar á: http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/flokkur/21/