Opinn íbúafundur

Kaldrananeshreppur boðar til opins íbúafundar ásamt Ocean EcoFarm ehf.

Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi, föstudaginn 8. janúar 2021 kl. 17.00 og eru allir velkomnir.


Dagskrá
:

 1. Kynning: Rannsókn á ljósátu og fiskirækt í Steingrímsfirði
     Jón Örn Pálsson verkefnastjóri annast kynninguna

          2. Umræður og fyrirspurnir.

 Fundarmenn eru beðnir um að boða komu sína til að auðvelda skipulag.

Bestu kveðjur,
Finnur Ólafsson
oddviti Kaldrananeshrepps
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími / Phone: 775-3377

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 28. desember 2020

Mánudaginn 28. desember 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 27. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 28. desember 2020

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 9. desember 2020

Miðvikudaginn 9. desember 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 26. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. 

Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir,  Halldór Logi Friðgeirsson og Arnlín Óladóttir í gegnum fjarfundarbúnað.

Oddviti leitar afbrigða, að taka á dagskrá eitt viðbótar erindi: 23 OEF tilraun.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu. 

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 9. desember 2020

Breyting á opnunartíma og minnkað starfshlutfall skrifstofustjóra

Frá og með 10. nóvember minnkar starfshlutfall skrifstofustjóra og viðvera á skrifstofu sveitarfélagsins því samhliða. Í ljósi tilmæla Sóttvarnalæknis hvetjum við íbúa jafnframt til að nýta sér rafræn samskipti sem mest eða símaþjónustu í síma 4513277.

Þeir sem óska eftir afgreiðslu á staðnum eru beðnir um að mæla sér mót við skrifstofustjóra með því að hafa samband í síma 4513277 eða með tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag – lýsing á skipulagsáætlun

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 29. október sl. að auglýsa lýsingu á skipulagsáætlun fyrir breytingu á 
Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við 36. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ5) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Lýsingin mun hanga uppi í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins á meðfylgjandi hlekk: Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030 og deiliskipulag í landi Hvamms.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fyrir 21. nóvember 2020.