Sveitarstjórnarfundur var haldinn 29. október 2020

Fimmtudaginn 29. október 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 25. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. 

Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 29. október 2020

Athugasemdir við Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Nýverið birti Vestfjarðastofa drög að nýrri Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Áfangastaðaáætlunin hefur verið send til umfjöllunar hjá sveitarfélögunum. 

Vestfjarðastofa óskar einnig eftir því að fá athugasemdir frá íbúum, ferðaþjónum og öðrum áhugasömum aðilum.
Hægt er að senda ábendingar til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. nóvember 2020.

Hér er hlekkur á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

 

Frétt um Umhverfisvottun Vestfjarða

Náttúrustofa Vestfjarða óskaði eftir miðlun fréttar um umhverfisvottun Vestfjarða.
Á vefslóðinni má einnig finna Framkvæmdaráætlun 2020-2025 vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Vestfjörðum samkvæmt staðli Earth Check.


https://nave.is/frettir/Umhverfisvottun_Vestfjarda/

 

Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi

Holtagata 6-8

Heimild:
Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi (2020) Glugginn, Fréttabréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 4. tbl. 2020. Vefslóð sótt 14.9.2020: https://issuu.com/glugginn/docs/glugginn_tb5_88077b1e40693d?fr=sNDBkMjE5MjU2MjU 

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020

Fimmtudaginn 3. september 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Kristín Einarsdóttir og Ingi Vífill Ingimarsson. Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson boðuðu forföll.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020