Starfskraftur óskast hjá Sorpsamlagi Strandasýslu

Sorpsamlag Strandasýslu auglýsir eftir starfskrafti í tímabundið starf frá 1. júlí nk. til 3ja mánaða hið minnst. 

Umsækjendur þurfa að hafa réttindi á smávélar, hleðslukrana og til aksturs vörubíla. Einnig er farið fram á hreint sakavottorð. 

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2021. 

Umsóknir skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 893-3531. 

Tafir í heimabanka

Því miður eru enn tafir í greiðslukerfi fyrirtækjanka Sparisjóðs Strandamanna. 

Enn eru tafir á birtingu reikninga, fasteignagjalda og launagreiðslna en reynt er að vinna úr lausn vandans eins hratt og hægt er.

Vinsamlegast hafið samband í síma 451-3277 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef reikningar eru ekki að birtast í heimabanka og/eða þarfnist frekari upplýsinga.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem sem þessar tafir geta skapað. 

 

 

Sveitartjórnarfundur var haldinn 30. apríl 2021

Sveitarstjórnarfundur 30. apríl 2021

Föstudaginn 30. apríl 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 30. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Kristín Einarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur lið 14: Erindi frá Birni Guðna Guðjónssyni

Dagskrá 30. fundar:
1. Fundargerð 29. sveitarstjórnarfundar 22.03.2021.
2. Fundargerðir nefnda
3. Aðrar fundargerðir
4. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjármálaupplýsingar
5. Erindi frá Skattinum um útsvarshlutfall
6. Fjársýsla ríkisins – Uppgjör frestunar á Staðgreiðslu
7. Fyrirspurn um unglingavinnu
8. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
9. Stjórnsýsluskoðun Kaldrananeshrepps 2020
10. Vestfjarðarstofa - Markaðsátak
11. Vestfjarðarvíkingurinn
12. Ljósleiðari - Framkvæmdir
13. Almannavarnir og Covid-19

Fundargerð :

1. Fundargerð 29. sveitarstjórnarfundar 22.03.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda

3. Aðrar fundargerðir
a. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf frá fundi frá stjórnar, 26.03.2021.
Bréf lagt til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
b. SÍS, stöðuskýrsla nr. 12 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 25.03.2021.
Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
c. SÍS, stöðuskýrsla nr. 13 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 23.04.2021.
Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
d. Samband íslenskra sveitarfélaga, 895. Fundarstjórnar, 26.02.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
e. Samband íslenskra sveitarfélaga, 896. fundar stjórnar, 26.03.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
f. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf frá fundi starfsþróunarnefndar, 29.03.2021.
Bréf lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

4. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjármálaupplýsingar
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað var eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn felur oddvita að svara erindinu.

5. Erindi frá Skattinum um útsvarshlutfall
Óskað er eftir staðfestingu á endanlegu útsvarshlutfalli sveitarfélags við álagningu 2022 á tekjur ársins 2020. Einnig er óskað svars hvort heimild til lækkunnar eða hækkunar á útsvarshlutfalli hafi verið beitt.
Sveitarstjórn felur oddvita að svara erindinu í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 2019.

6. Fjársýsla ríkisins – Uppgjör frestunar á Staðgreiðslu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendir breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lagt fram til kynningar.

7. Fyrirspurn um unglingavinnu
Sveitarstjórn barst fyrirspurn um unglingavinnu hreppsins. Óskað var eftir upplýsingum um skipulag vinnutíma og vinnufyrirkomulag.
Sveitarstjórn hefur þegar auglýst eftir starfsmanni yfir unglingavinnuna, en ekki borið árangur. Oddvita er falið að svara fyrirspurninni.

8. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lögð fram til kynningar en ákveðið að fresta málinu og óska eftir að skólastjóri sitji næsta fund þegar erindið verður tekið fyrir.

9. Stjórnsýsluskoðun Kaldrananeshrepps 2020
KPMG hélt kynningarfund um niðurstöður varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins og vinnu við endurskoðun ársreiknings fyrir árið 2020.
Glærur frá kynningarfundinum eru lagðar fram til kynningar og rædd viðbrögð við athugasemdum. Oddviti falið að undirbúa lausnir. Borið upp og samþykkt samhljóða.

10. Vestfjarðarstofa - Markaðsátak
Vestfjarðarstofa óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins til að kynna markaðsátakið ,,Keyrum Kjálkann“ þar sem einblýnt er á íslenskan markað.
Oddvita falið að óska eftir meiri upplýsingum.

11. Vestfjarðarvíkingurinn
Vestfjarðarvíkingurinn óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins til að taka styrkja keppni þeirra sem haldin er dagana 2 – 4 júlí.
Sveitarstjórn ákveður að taka ekki þátt að þessu sinni. Oddvita falið að svara erindinu.

12. Ljósleiðari – Framkvæmdir
Sveitarstjórn ákveður að sama gjaldskrá gildi í þéttbýli Drangsnes og þegar er í gildi í dreifbýli Kaldrananeshrepps.
Þá er gjald fyrir :
a) lögheimili 240.000 kr
b) Ef ekki er lögheimili í fasteigninni 250.000 kr.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Margrét víkur af fundi
Erindi hefur borist til sveitarstjórn hvort afsláttur sé veittur ef tekinn séu fleiri en ein heimtaug.
Sveitarstjórn leggur til að bætt verið við gjaldskrána eftirfarandi ákvæði:
Veittur er afsláttur ef tekinn er fleiri en ein heimtaug af sama aðila og gjald eftir fyrstu heimtaug verði 180.000 kr á hverja auka heimtaug.
Borið upp og samþykkt.
Margrét mætir aftur.

13. Almannavarnir og Covid-19
Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.

14. Erindi frá Birni Guðna Guðjónssyni
Sveitarstjórn fagnar áhuga á eflingu sveitarfélagsins og sveitarstjórn hvetur til þess að formlegt erindi þess efnis verði sent inn.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 22:30

 

Tafir í heimabanka

Nýverið tók Sparisjóður Strandamanna í gagnið nýjan fyrirtækjabanka á netinu.
Þessi innleiðing hefur valdið töfum á birtingu reikninga, fasteignagjalda og launagreiðslna.
Hlutaðeigandi aðilar vonast til þess að lausn finnist á þessum hnökrum fyrir vikulok.

 

Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 22. mars sl. að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ8) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundahúsalóðum, einni stórri lóð fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi sem og á heimasíðu Kaldrananeshrepps drangsnes.is.

Auk þess verður breytingartillaga aðalskipulagsins aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, frá miðvikudeginum 28. apríl 2021.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fyrir 10. júní 2021.

Sjá skipulagstillögur, blaðsíða 1, smella á hlekk

Sjá skipulagstillögur, blaðsíða 2, smella á hlekk