Þrekvirki Umhverfishóps

Í maí 2020 fóru sjálfboðaliðar Umhverfishóps Kaldrananeshrepps af stað í hreinsunarátak. Að þessu sinni var Nesströndin hreinsuð, sem er afar falleg strandlengja sem liggur norðan við Drangsnes á leið til Bjarnafjarðar.

Kaldrananeshreppur er lítið sveitarfélag með rétt rúmlega 100 íbúa. Því er það til fyrirmyndar þegar að hópur velviljaðra íbúa komu saman í þeim tilgangi að hreinsa upp allt rusl. Undir forystu Kristínar Einarsdóttur var ákveðið að fara af stað til að hreinsa 4-5 km svæði og að sveitarfélagið myndi kosta leigu á 1 ruslagám frá Sorpsamlagi Strandasýslu.

Fljótlega kom í ljós að ströndin yrði ekki hreinsuð á einum degi. Gámurinn var fylltur á augabragði og ljóst var að 1 gámur myndi ekki duga.Handafl fólksins dugði heldur ekki til og því lögðu sjálfboðaliðar til vinnuvélar, tæki og tól til að reyna að ná vel skorðuðu rusli upp úr fjörunni.

Í lok mánaðar voru sjálfboðaliðarnir búnir að vinna hörðum höndum í tæpa viku og búnir að stappfylla og flytja í burt 5 stóra ruslagáma. Ruslið samanstóð mestmegnis af gömlum sjóreknum togaratrollum, en engir togarar eru í Strandasýslu. Heilmikil vinna og kostnaður fylgir því að koma þessum úrgangi í rétta meðhöndlun.

Greinilegt er að hér hefur verið unnið mikið þrekvirki og rétt er að þakka sjálfboðaliðum Umhverfishópsins sérstaklega fyrir þetta frábæra frumkvæði og mikla vinnu.

 

Til sölu - Grundargata 9

Grundargata 9, Drangsnesi – lykildagsetning!

  • Tilboðsfrestur rennur út kl. 10:00 miðvikudaginn 27. maí 2020

Tilboð þurfa að berast til Kaldrananeshrepps, Holtagötu, 520 Drangsnes - fyrir kl. 10:00 þann 27. maí 2020. Í framhaldinu verður farið yfir öll kauptilboð og gengið verður til samninga við hugsanlega kaupendur.

Könnun á atvinnuþátttöku ungmenna

Vestfjarðastofa stendur fyrir örkönnun varðandi atvinnuþáttöku ungs fólks og  námsmanna  á Vestfjörðum. Eins og nafnið gefur til kynna er könnunin  stutt og tekur aðeins örfáar mínútur að svara. Í henni er verið að leitast eftir að skoða áhuga ungs fólks á  atvinnuþáttöku á Vestfjörðum í sumar. Við hvetjum alla sem er eru í námi og hafa hug á að leita sér að atvinnu á svæðin að svara en með ‏‏því er verið að auðvelda sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu hvaða áherslur skuli leggja þegar tekið verður þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnar varðandi sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/konnun-a-atvinnuthatttoku-ungmenna

Um COVID19

Sent að beiðni Samhæfingarmiðstöðvar almannavarna:

Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is

Við hvetjum ykkur til að skoða og benda á þessa síðu á ykkar heimasíðum, eða inn á samfélagsmiðlum sveitarfélaganna.

Sjá hér: https://www.covid.is/spurt-og-svarad

Með bestu kveðju

Almannavarnir

Tilkynning frá sveitarstjórn

Skrifstofan

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur ákveðið að loka skrifstofu sveitarfélagsins tímabundið fyrir almenningi til að tryggja öryggi starfsmanna sem og íbúa sveitarfélagsins. Frá og með mánudeginum 23. mars 2020 er skrifstofa Kaldrananeshrepps því einungis aðgengileg í gegnum síma 4513277/6914131 eða tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. frá kl 9:00 til 15:00, þar til annað verður ákveðið.

Sundlaugin og fjörupottarnir

Aðrar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins eru þær að í óákveðin tíma er lokað fyrir aðgang að sundlauginni og að pottunum í fjörunni.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum sveitarfélagsins, því að breytingar á þjónustu eru endurskoðaðar daglega í takt við ákvarðanir yfirvalda.

Annars þökkum við íbúum fyrir þolinmæðina og hvetjum alla til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda til hins ítrasta. Leiðbeiningar má til dæmis finna á https://www.covid.is/

Lifum heil !

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps