Sveitarstjórnarfundur var haldinn 2. júlí 2020

Fimmtudaginn 2. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar...

Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2020

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á fundi sínum þann 4. júní s.l. að gefa íbúum Kaldrananeshrepps þá veiðidaga sem sveitarfélagið fékk úthlutað vegna jarðanna Skarðs og Klúku.

Útdráttur á veiðidögum leiddi í ljós að þrír einstaklingar voru skráðir með lögheimili í hreppnum, þar sem þeir höfðu ekki skráð sig úr landi við brottför. Ákvörðun var því tekin um að fella úthlutuninni þeirra niður og taka inn þá íbúa sem næstir voru í röðinni. Því miður eru veiðidagar færri en íbúar og fengu því ekki allir úthlutun. 

Ef íbúi sér ekki fram á að nýta veiðidaginn sinn, þá er honum velkomið að láta vita og úthlutin fer þá til þess sem næstur er í röðinni (s. 4513277).        

Nánar: Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2020

Vinnuskólinn 2020 – Opið fyrir umsóknir!

Starfsemi vinnuskóla Kaldrananeshrepps sumarið 2020 verður vonandi með svipuðu sniði og áður, en auðvitað verður að gæta þess að virða samkomureglur júní og júlí.

Fyrsti starfsdagur vinnuskólans í ár er mánudagurinn 15. júní og verður hann starfræktur í 5. vikur. Umsjónarmaður vinnuskólans í ár er Tryggvi I. Ólafsson.

Við biðjum forráðamenn áhugasamra barna (fædd 2008 og fyrr) um að senda umsóknir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 4. júní 2020

Sveitarstjórnarfundur 4. júní 2020

Fimmtudaginn 4. júní 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Halldór Logi Friðgeirsson, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva K. Reynisdóttir ritaði fundargerð á tölvu.

Nánar: Fundargerð 4. júní 2020

Þrekvirki Umhverfishóps

Í maí 2020 fóru sjálfboðaliðar Umhverfishóps Kaldrananeshrepps af stað í hreinsunarátak. Að þessu sinni var Nesströndin hreinsuð, sem er afar falleg strandlengja sem liggur norðan við Drangsnes á leið til Bjarnafjarðar.

Kaldrananeshreppur er lítið sveitarfélag með rétt rúmlega 100 íbúa. Því er það til fyrirmyndar þegar að hópur velviljaðra íbúa komu saman í þeim tilgangi að hreinsa upp allt rusl. Undir forystu Kristínar Einarsdóttur var ákveðið að fara af stað til að hreinsa 4-5 km svæði og að sveitarfélagið myndi kosta leigu á 1 ruslagám frá Sorpsamlagi Strandasýslu.

Fljótlega kom í ljós að ströndin yrði ekki hreinsuð á einum degi. Gámurinn var fylltur á augabragði og ljóst var að 1 gámur myndi ekki duga.Handafl fólksins dugði heldur ekki til og því lögðu sjálfboðaliðar til vinnuvélar, tæki og tól til að reyna að ná vel skorðuðu rusli upp úr fjörunni.

Í lok mánaðar voru sjálfboðaliðarnir búnir að vinna hörðum höndum í tæpa viku og búnir að stappfylla og flytja í burt 5 stóra ruslagáma. Ruslið samanstóð mestmegnis af gömlum sjóreknum togaratrollum, en engir togarar eru í Strandasýslu. Heilmikil vinna og kostnaður fylgir því að koma þessum úrgangi í rétta meðhöndlun.

Greinilegt er að hér hefur verið unnið mikið þrekvirki og rétt er að þakka sjálfboðaliðum Umhverfishópsins sérstaklega fyrir þetta frábæra frumkvæði og mikla vinnu.