Byggingar- og skipulagsfulltrúar

Byggingarfulltrúi   

Grettir Örn Ásmundsson er byggingafulltrúi Kaldrananeshrepps.
   Sími:           451 3517
   Netfang:    byggingafulltrui@strandabyggd.is
   Póstfang:   Höfðagata 3, 510 Hólmavík

Byggingarfulltrúi er með starfsstöð á skrifstofu Strandabyggðar, en með viðveru á skrifstofu Dalabyggðar fyrsta og þriðja föstudag í mánuði og á skrifstofu Reykhólahrepps fyrsta fimmtudag í mánuði. Embætti byggingarfulltrúa er starfrækt samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og reglugerðum þeim tengdum.

Skipulagsfulltrúi 

Hlynur T. Torfason er skipulagsfulltrúi Kaldrananeshrepps. 
   Sími:            430 4700
   Netfang:    skipulag@dalir.is
   Póstfang:   Miðbraut 11, 370 Búðardalur

Viðvera skipulagsfulltrúa í Strandabyggð er 2. og 4. miðvikudag í mánuði. Óheimilt er, samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, að grafa grunn, reisa hús, rífa hús, breyta því, burðarkerfi þess, formi, svipmóti eða notkun þess eða gera önnur mannvirki, nema að fengnu leyfi viðkomandi sveitarstjórnar.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag.
Byggingarleyfi felur í sér samþykkt aðaluppdrátta og framkvæmdaáforma eða samþykkt á breyttri notkun húss.
Auk útgáfu byggingarleyfa annast embættið yfirferð og samþykkt séruppdrátta, úttektir, samþykkt á byggingarstjórum, skráningu iðnmeistara á verk, fasteignaskráningu, yfirferð eignaskiptayfirlýsinga og gefur umsagnir vegna starfs- og veitingaleyfa. Þá varðveitir byggingarfulltrúi uppdrætti af húsum í sveitarfélaginu og geta allir fengið ljósrit af þeim gegn hóflegu gjaldi. 
Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúar veita fúslega faglegar ráðleggingar bæði í viðtals- og símatímum.
Byggingarfulltrúi Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 Skipulagsreglugerð nr. 400/1998 Byggingareglugerð nr. 441/1998 Lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana Lög nr. 106/2006, um mat á umhverfisáhrifum Umhverfisráðuneytið Skipulagsstofnun(Velja Skipulagsvefsjá fyrir Aðalskipulag og Deiliskipulag

Enn eru ekki komin eyðublöð fyrir Kaldrananeshrepp, en annars væru þau hér:https://dalir.is/thjonusta-og-starfsemi/byggingar/eydublod/
Leit