Gjaldskrár

Drangsnesveita

Gjaldskrá fyrir Drangsnesvatnsveitu.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur sett Drangsnesvatnsveitu eftirfarandi gjaldskrá í samræmi við reglugerð nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga.

1. gr.
Greiða skal árlega vatnsgjald til Kaldrananeshrepps af öllum fasteignum er notið geta vatns frá vatnsveitunni. Gjaldið skal vera 0,3% af gjaldstofni fasteignagjalds af eignum sem falla undir a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og 0,4% af gjaldstofni eigna sem falla undir b- og c-lið sömu lagagreinar. Hámarksgjald á hverja eign skv. a-lið skal þó vera kr. 31.000. Lágmarksgjald skv. a- og b-lið skal vera kr. 20.600.

2. gr.
Í fyrirtækjum og annars staðar þar sem vatn er notað til annars en venjulegra heimilisþarfa, vegna atvinnu sem í þeim er rekin eða af öðrum ástæðum skal auk vatnsgjalds greiða sérstakt gjald, aukavatnsgjald, kr. 17 fyrir hvern rúmmetra vatns, sbr. reglugerð nr. 401/2005.
Verði mælingu vatnsins eigi komið við skal greiða aukavatnsgjald sem hér segir:
a) Fiskverkun: kr. 708. fyrir hvert tonn af hráefni sem fer í vinnslu.
b) Grásleppuhrognaverkun: kr. 524. fyrir hverja verkaða tunnu.
c) Endurgjald hafnarsjóðs, vegna vatnsnotkunar kr. 824.000. á ári.

3. gr.
Heimæðagjald skv. reglugerð nr. 401/2005 skal vera kr. 2.185. fyrir hvern rúmmeter húss, miðað við utanmál þó að lágmarki kr. 382.200.

4. gr.
Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts og innheimtu þeirra hagað á sama hátt. Gjalddagar aukavatnsgjalds skv b-lið skulu vera ársfjórðungslega, fyrst 1. apríl fyrir mánuðina janúar til mars sama ár.

5. gr.
Gjaldskrá þessi sem sett er með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 1751/2022.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 30. desember 2023.

Drangsnesi, 30. desember 2023.

F.h. Kaldrananeshrepps,
Finnur Ólafsson oddviti.
Sorphirða

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi.

1. gr.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps er heimilt að leggja á sérstakt sorphirðugjald (sorphreinsi- og sorpeyðingargjald) sem innheimt skal með fasteignagjöldum.

2. gr.
Gjaldið er árlega sem hér segir:
A. Fyrir íbúðarhús og sumarhús í þéttbýli kr. 41.300.
B. Fyrir lögbýli og íbúðarhús í dreifbýli kr. 41.300.
C. Fyrir sumarhús í dreifbýli kr. 33.500.
D. Fyrirtæki, stofnanir og aðrir sambærilegir lögaðilar greiða sorphirðugjald fyrir hverja starfsstöð fyrirtækisins samkvæmt áætlun um kostnað við sorphirðu og eyðingu frá þeim, er miðist við áætlað magn úrgangs og sé samkvæmt eftirfarandi flokkun:
Flokkur 1 44.400
Flokkur 2 61.650
Flokkur 3 67.800
Flokkur 4 74.000
Flokkur 5 82.600
Flokkur 6 90.000
Flokkur 7 332.850
Flokkur 8 554.700

Sveitarstjórn skipar aðilum í gjaldflokka.
Heimilt er að fella niður sorphirðugjald skv. gjaldskrá D af þeim aðilum sem annast sjálfir flutning sorps á viðurkenndan eyðingarstað, enda greiði aðilar fyrir eyðingu sorpsins.

3. gr.
Gjaldskrá þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Kaldrananeshrepps, er hér með staðfest. Gjaldskráin er sett skv. ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gjaldskráin öðlast þegar gildi og fellur þá jafnframt brott gjaldskrá sama efnis nr. 1753/2022.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps 30. desember 2023.

Drangsnesi, 30. desember 2023.

F.h. Kaldrananeshrepps,
Finnur Ólafsson oddviti.

Skólasel

Gjaldskrá fyrir Skólasel

Kaldrananeshreppur starfrækir Skólasel í Grunnskóla Drangsness frá mánudögum til fimmtudags, frá klukkan 14.00 til 16.00.

Í Skólaseli gefst nemendum grunnskólans kostur á að taka þátt í ýmis konar leik og starfi.


Gjald fyrir eina klukkustund í Skólaseli er 334 kr.- með vsk.

Dagurinn er því 668 kr.- (2 klukkustundir á dag)


Foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn eiga rétt á 50% systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið.


Gjaldskrá þessi staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi


Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 30. desember 2023




Drangsnesi 30.12.2023


f.h. Kaldrananeshrepps

Finnur Ólafsson, oddviti.

Hunda- og kattahald

Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds í Kaldrananeshreppi.

1. gr.
Við skráningu hunda og katta skal innheimta gjald sem hér segir:
Skráning eins gæludýrs: 9.336 kr. með vsk. fyrir hvert gæludýr í þéttbýlinu Drangsnesi, þ.e. hunda og ketti.

2. gr.
Af skráðum hundum og köttum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald sem hér segir:
Árlegt leyfisgjald vegna eins gæludýrs: 9.336 kr. með vsk.

3. gr.
Við afskráningu hunds/kattar ber að endurgreiða árlegt leyfisgjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu og þegar gengið hefur verið frá afskráningu.

Heimilt er að fella niður eða ákveða lægra gjald fyrir nytjahunda, svo sem hunda sem notaðir eru til löggæslu eða björgunarstarfa og minkahunda. Af leiðsöguhundum sem blindir eða sjóndaprir nota vegna fötlunar sinnar skal ekki greiða gjald.

4. gr.
Gjalddagi árlegs leyfisgjalds er 1. janúar og eindagi 31. janúar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga, auk áfallins innheimtukostnaðar.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt ákvæðum 4. mgr. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps 30. desember 2023.

Drangsnesi, 30. desember 2023.

F.h Kaldrananeshrepps,
Finnur Ólafsson oddviti.
Hitaveita

Gjaldskrá fyrir Hitaveitu Drangsness.


1. gr.

Hitaveitan sér um dreifingu á heitu vatni á orkuveitusvæði sínu og innheimtir gjald fyrir varmaorku og annað sem hér er tilgreint, eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari.


2.gr.

Notendagjöld eru sem hér segir:

Vatnsgjald um vatnsmæli fyrir rúmmetra vatns kr. 100,32

Fastagjald fyrir hvern mæli á dag verði kr. 79,53

Lokunargjald kr. 16.179

Gjald fyrir aukaálestur kr. 7.239


Miðað er við að meðalhitastig vatns í veitukerfinu sé 57°C við inntak hjá notendum við hámarksrennsli (a.m.k. 5 lítrar á mínútu, og svarar það til notkunar 7,2 rúmmetra vatns á sólarhring). Notendur geta sótt um afslátt á vatnsgjaldi ef hitastig vatnsins við inntak er 55°C eða lægra. Hitastig skal mælt með mælitækjum veitunnar og skal miða við snertihitastig mælabotns eftir að áætlað hámarksrennsli, sbr. að ofan, hefur staðið í a.m.k. 15 mínútur.


Tengigjöld eru sem hér segir:

Heimæðagjöld fyrir íbúðarhús verði kr. 703.000

Heimæðagjöld fyrir húsnæði yfir 1200 rúmmetra að stærð kr. 1.127.000

Heimæðargjöld dreifbýli kr. 703.000.-

að auki skal greiða aukalega pr.lengdarmeter frá stofnæð kr. 6.700.-


Sveitarstjórn er heimilt að veita afslátt af tengigjöldum og dreifa greiðslum á allt að 12 mánuði. Þá er sveitarstjórn heimilt að semja um lægri notendagjöld til stórnotenda í atvinnurekstri.


3. gr.

Notendagjöld skv. 2. gr. verða krafin mánaðarlega með gjalddaga 30. dag næsta mánaðar og eindaga 20 dögum síðar. Lesið verður af mælum eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Heimilt er að vaxtareikna ógreidd notendagjöld frá gjalddaga hafi þau ekki verið greidd á eindaga.


4. gr.

Hitaveitan hefur rétt til að loka fyrir rennsli til notanda sem vanrækir að greiða gjöld til veitunnar skv. gjaldskrá þessari. Fyrirætlun um lokun skal tilkynna á sannanlegan hátt með 7 daga fyrirvara. Sá sem vanskilum veldur skal í hvert sinn greiða lokunargjald sbr. 2. gr. gjaldskrár þessarar. Öll gjöld skv. gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.


5. gr.

Hitaveitustjóra eða starfsmönnum veitunnar skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum lokum, hitagjöfum og vatnsæðum, sem eru í sambandi við hitaveituna. Er notanda hitaveitunnar skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hitaveitustjóra um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun heita vatnsins.


6. gr.

Hitaveitan leggur dreifikerfi, heimæðar og inntök inn fyrir vegg í húsnæði notanda. Kostar uppsetningu rennslismælis, síu og þrýstimælis. Annar búnaður við tengingu húsnæðis er á kostnað notanda.


7. gr.

Á öllum hitakerfum tengdum hitaveitu skal vera hitamælir á útrennsli, þrýsitmælir og öryggisloki, staðsett samkvæmt fyrirmælum veitustjóra. Á hitakerfum, tengdum dreifikerfi hitaveitu, skal nota sjálfvirka loka á afrennsli sem halda hæfilegum þrýstingi á hitakerfinu.


8. gr.

Hitaveituvatn sem runnið hefur í gegnum hitunarkerfi húss (bakrennsli) er eign hitaveitunnar. Hitaveitan getur heimilað notkun þess til upphitunar í gróðurhúsum, bílastæðum og öðrum stöðum. Hitaveitan getur afturkallað slík leyfi án bóta, ef nauðsynlegt er vegna almennra orkusparnaðar sjónarmiða. Óheimilt er að tengja vatnsdælur, varmadælur og eða annan slíkan búnað við bakrennslið nema að fengnu samþykki hitaveitunnar.


9. gr.

Breytingar á gjöldum skv. 2.gr. skulu háðar samþykktum sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps og skulu þær staðfestar af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hverju sinni.


10. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Kaldrananeshrepps, staðfestist hér með til þess að öðlast þegar gildi.


Þannig samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps 30.12.2023


Drangsnesi 30. desember.2023

f.h. Kaldrananeshrepps

Finnur ólafsson, oddviti.

Hafnargjöld

Gjaldskrá Drangsneshafnar.

1. gr.
Af öllum skipum skal greiða hafnagjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

2. gr.
Við ákvörðun hafnargjalda út frá stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu (brt) skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju skal greiða bryggjugjald.
Bátar undir 20 brt. greiða 7.800 kr. á mánuði.
Bátar yfir 20 brt. greiða 11.700 kr. á mánuði.
Viðlegugjald, jullur 2.250 kr. á mánuði.

4. gr.
Greiða skal 390 kr. kranagjald á hvert byrjað tonn.

5. gr.
Af öllum skipum skal greiða lestagjald við hverja komu til hafnar en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði. Skip, sem leita til hafnar vegna sjóskaða eða skemmda á einhvern hátt, greiða ekki lestagjald, nema þau jafnframt fermi eða affermi einhverjar vörur.
Sama gildir og um skip, sem leita hafnarinnar til að rétta áttavita, setja á land sjúka menn eða látna.

Lestagjald báta er 22.68 kr.- á mælieiningu skv.

6. gr.
Sorpgjald reiknast miðað við brúttótonnatölu skipa og báta og er eftirfarandi:

Mánaðargjald báta undir 20 brt. er 2.250 kr.
Mánaðargjald báta yfir 20 brt. er 3.350 kr.

Sorpgjald er samkvæmt samþykktri gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi nr. xx/2023.

7. gr.
Rafmagnssala til skipa fer eftir gjaldskrá orkubúsins ásamt umsýslugjaldi sem er 1 kr. á hverja kwh.
Rafmagnsmælir kostar 56.550 kr. pr. stk.

8. gr.
Skrifstofa Kaldrananeshrepps sér um innheimtu allra hafnargjalda. Á öll gjöld í gjaldskrá þessari leggst 24% VSK og séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.

9. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Drangsneshöfn er sett með heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps 30. desember 2023.

Drangsnesi, 30. desember 2023.
F.h Kaldrananeshrepps,
Finnur Ólafsson oddviti.
Fráveitugjöld

Gjaldskrá fyrir fráveitur í Kaldrananeshreppi.

1. gr.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps innheimtir gjald fyrir fráveitu í Kaldrananeshreppi og hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari og samþykkt um fráveitur og rotþrær í Kaldrananeshreppi, sem samþykkt var í sveitarstjórn Kaldrananeshrepps 30. desember 2023.

2. gr.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera:

Fyrir einbýlishús og parhús/raðhús kr. 147.400 á hvert hús eða íbúð í parhúsi/raðhúsi.
Fyrir fjölbýlishús kr. 85.000 á hverja íbúð.
Fyrir annað húsnæði kr. 159 á hvern m3 í húsnæðinu að 4000 m3. 79 á hvern m3 > 4000 m3.

Ef um tvöfalt frárennsliskerfi er að ræða skulu ofangreindar tölur margfaldaðar með tveimur.

3. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,22% af álagningarstofni þó aldrei lægra en 20.600 né hærra en 31.000. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki fráveitugjald. Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

4. gr.
Rotþróargjald fyrir hverja rotþró skal vera eftirfarandi árlega:

Stærð í lítrum og rotþróargjald í kr.
Rotþró undir 4.000 lítrar. Gjald: 20.400 kr
Rotþró 4.001-6.000 lítrar. Gjald: 25.000 kr
Rotþró 6.001-8.000 lítrar. Gjald: 29.500 kr
Rotþró 8.001-10.000 lítrar. Gjald: 39.700 kr
Rotþró > 10.000 lítrar. Gjald: 3.400 kr. pr. umfram rúmmetra

Verð miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að standa fjær rotþró en 10 metra.
Fyrir hverja 10 metra umfram það skal greiða kr. 3.300.

5. gr.
Gjöld skv. gjaldskrá þessari má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Njóta gjöldin lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti framar hvers konar samningsveði og aðfararveði.

6. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af sveitarstjórn Kaldrananeshrepps 30. desember 2023 og staðfestist hér með samkvæmt II. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 25. gr. laga um hollustuhætti- og mengunarvarnir nr. 7/1998 til að öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur þá úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1752/2022.

Drangsnesi, 30. desember 2023.

F.h. sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps,
Finnur Ólafsson oddviti.
Byggingarleyfi, framkvæmda- og byggingargjald.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Kaldrananeshreppi.



1. gr.

Almenn ákvæði.
1.1 Við útgáfu byggingarleyfis, framkvæmdaleyfis eða vegna annarrar þjónustu sem skipulags- og byggingarfulltrúi veitir, skal greiða þau gjöld sem gjaldskrá þessi kveður á um.
1.2 Tekjum sveitarfélagsins skv. gjaldskrá þessari skal varið til að standa undir hluta kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa við lóðarhafa og byggingaraðila.

2. gr.

Byggingarleyfisgjald.
Fyrir byggingarleyfi skv. 9. gr. sbr. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, skal greiða gjöld sem hér segir:
2.1 Neðangreind gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið í gjaldinu byggingarleyfisgjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.
Einbýlishús kr. 215.218.
Parhús, tvíbýlishús eða raðhús á einni hæð kr. 181.237 pr. íbúð.
Raðhús á fleiri en einni hæð eða fjölbýlishús með þremur íbúðum kr. 154.341 pr. íbúð.
Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri kr. 130.797 pr. íbúð.
Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum eða fleiri kr. 110.810 pr. íbúð.
2.2 Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir:
Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið byggingarleyfisgjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.
Atvinnu- og þjónustuhúsnæði, stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum, gólfflötur allt að 500 m² kr. 215.218.
Atvinnu- og þjónustuhúsnæði, stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum, gólfflötur stærri en 500 m² kr. 290.545.
2.3 Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar:
Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið byggingarleyfisgjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.
Frístundahús stærri en 50 m² kr. 215.218.
Smáhýsi allt að 10 m² kr. 16.182.
Smáhýsi frá 10 m² að 25 m² (aukahús við frístunda- og íbúðarhús) kr. 53.805.
Frístundahús 25-50 m² kr. 107.609.
Sólstofur, garðhús, bílgeymslur fyrir mest 2 bíla, og viðbyggingar allt að 20 m² kr. 53.805.
Viðbyggingar 20-100 m² kr. 107.609.
Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru minni en 100 m² kr. 107.609.
Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru stærri en 100 m² skulu vera þau sömu og byggingarleyfisgjöld af því húsnæði sem byggt er við.
Vélageymslur/korngeymslur allt að 150 m² (ef stærri en 150 m², gildir sama gjald og um væri að ræða atvinnuhúsnæði) kr. 121.364.
Fjárhús, fjós og hesthús og/eða sambærileg hús allt að 150 m² (ef stærra en 150 m², gildir sama gjald og um væri að ræða atvinnuhúsnæði) kr. 121.364.
Gróðurhús allt að 150 m² (ef stærra en 150 m², gildir sama gjald og um væri að ræða atvinnuhúsnæði) kr. 121.364.
Gjald vegna húsa s.s. sumarhúsa sem flutt eru inn á svæðiKaldrananeshrepps fullbúin og sett á tilbúnar undirstöður kr. 107.609.


3. gr.

Þjónustugjöld.
3.1 Vegna annarrar þjónustu sem skipulags- og byggingarfulltrúi veitir skal greiða gjöld sem hér segir, sbr. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
3.1.1 Afgreiðslugjald kr. 14.726.
3.1.2 Endurskoðun aðaluppdrátta kr. 18.529.
3.1.4 Áfangaúttekt/stöðuúttekt, skýrsla kr. 47.736.
3.1.5 Úttekt vegna meistaraskipta kr. 47.736.
3.1.6 Úttekt vegna byggingarstjóraskipta kr. 47.736.
3.1.7 Útttekt vegna rekstrarleyfis kr. 47.736.
3.1.8 Húsaleiguúttektir á íbúðarhúsnæði kr. 47.736.
3.1.9 Húsaleiguúttektir á atvinnuhúsnæði kr. 47.736.
3.1.10 Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, 1-5 fastanúmer í húsi kr. 44.840.
3.1.11 Viðbót vegna eignaskiptayfirlýsingar, hvert fasteignanr. > 5 kr. 6.149.
3.1.12 Tímabundin stöðuleyfi kr. 29.128.
3.1.13 Staðfestingargjald vegna lóðarúthlutunar, óendurkræft kr. 37.380.
3.1.14 Breyting og gerð á nýjum lóðarleigusamningi kr. 53.075.
3.1.15 Breyting á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 29.128.
3.1.16 Aukaúttekt kr. 16.830.
3.1.17 Aukamæling á útsetningu húss kr. 82.527.
3.1.18 GPS mæling/lóðaruppdráttur ( 4-6 punktar) kr. 72.819.
Útprentun á gögnum, teikningum eða öðrum tilheyrandi skjölum (svart/hvítt):
A4 = kr. 65
A3 = kr. 137
A2 = kr. 485
A1 = kr. 809
Útprentun á deiliskipulagsuppdráttum o.fl. í lit:
A4 = kr. 243
A3 = kr. 405
A2 = kr. 809
A1 = kr. 1.618

4. gr.

Framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu.
4.1 Fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu samkvæmt 13. gr. sbr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar sem hér segir:
Að meginreglu skal sá sem óskar eftir nýju deiliskipulagi eða breytingu á gildandi aðal- eða deiliskipulagi greiða þann kostnað sem verkið hefur í för með sér.
Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum auglýsinga og kynninga vegna málsins.
4.2 Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.
4.3 Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega umfram viðmiðunargjald vegna umfangs verksins er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa sem er 14.563 kr./klst. eða gjald skv. reikningi.
Kostnaður vegna skipulagsvinnu.
4.4 Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga:
Afgreiðslugjald kr. 14.726.
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr., krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald 14.563 kr./klst.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. kr. 436.910.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. kr. 291.276.
4.5 Kostnaður vegna nýs deiliskipulags:
Afgreiðslugjald kr. 14.725.
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr., krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald kr./klst. 14.563.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. kr. 194.182.
4.6 Kostnaður vegna verulegra breytinga á deiliskipulagi:
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr., krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald kr./klst. 14.563.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga, sbr. 1. mgr. 43. gr. kr. 194.182.
4.7 Kostnaður vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi:
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr., krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald kr./klst. 14.563.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna óverulegra breytinga, sbr. 2. mgr. 43. gr. kr. 64.728.
4.8 Kostnaður vegna grenndarkynningar:
Grenndarkynning kr. 64.728 Grenndarkynning, minniháttar kr. 28.317.
Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.
4.9 Skipulags- og byggingarfulltrúi áætlar fjölda áfangaúttekta við útgáfu framkvæmdaleyfis og leggur á gjöld vegna þeirra við útgáfu leyfisins.
4.10 Framkvæmdaleyfisgjald skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við undirbúning leyfisins og eftirlit sem skylt er að framkvæma.
4.11 Vegna aðkeyptrar vinnu við framkvæmdaleyfi sem nauðsynleg er vegna útgáfu þess skal innheimta sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.
4.12 Þegar úrskurður um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 er nauðsynlegur vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þeirrar vinnu hluti af útlögðum kostnaði þess við útgáfu framkvæmdaleyfisins.
4.13 Fyrir framkvæmdaleyfi skal greiða gjöld sem hér segir:
Afgreiðslugjald kr. 14.725.
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald kr./klst. 14.563.
Framkvæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald kr./klst. 14.563.
Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi kr. 14.725.
Umsýsla og yfirferð gagna kr. 22.654.
Afgreiðslugjald vegna sérhverrar úttektar kr. 14.725.
Áfangaúttekt kr. 58.414.

5. gr.

Gjalddagi, lögveð.
5.1 Gjalddagi afgreiðslugjalda er við afgreiðslu umsókna.
5.2 Gjalddagi leyfisgjalda er við útgáfu leyfis.
5.3 Gjalddagi þjónustugjalda er við afhendingu gagna eða veitingu leyfis.
5.4 Afgreiðslugjöld eru ekki endurkræf þótt umsókn sé synjað, byggingarleyfi falli úr gildi eða umsókn dregin til baka. Leyfis- og þjónustugjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru ekki endurkræf þótt ekki verði af framkvæmd. Þó skulu áætluð þjónustugjöld endurgreidd verði ekki af framkvæmdum á gildistíma byggingarleyfis.
5.5 Heimilt er að gera skriflegan samning um greiðslur. Byggingar- og framkvæmdaleyfisgjöldum fylgir lögveð í viðkomandi fasteign og gjaldfallin gjöld má innheimta með fjárnámi, sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

6. gr.

Verðlagsbreytingar.
Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í desember 2023 og breytast ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni. Byggingarvísitala í desember 2023 er 186,9 stig.

7. gr.

Gildistaka o.fl.
Gjaldskrá þessi, sem er samþykkt í sveitarstjórn Kaldrananeshrepps 30. desember 2023 er sett með heimild í 51. og 53. gr. lögum um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjaldskráin staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Drangsnesi, 30. desember 2023.

F.h. Kaldrananeshrepps,
Finnur Ólafsson oddviti.
Fasteignagjöld

Gjaldskrá Fasteignagjalda í Kaldrananeshreppi

Álagningarákvæði fara eftir lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Útsvar:
Álagningarprósenta útsvars á tekjur ársins 2024 er 14,97%

Fasteignaskattur:
a. Íbúðarhús og útihús í sveitum: 0,5% af fasteignamati húss og lóðar.
b. Opinberar byggingar: 1,32% af fasteignamati húss og lóðar .
c. Aðrar fasteignir: 1,4% af fasteignamati húss og lóðar.

Gjalddagar fasteignagjalda:
Sorpeyðingargjald skv. gjaldskrá er innheimt jafnframt fasteignagjöldum.
1. febrúar
1. apríl
1. júní
1. ágúst
1. október
Sé álagningin 15.000 kr.- eða minni er einn gjalddagi, 1. maí

Afsláttur til elli - og örorkulífeyrisþega:
Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Kaldrananeshreppi njóta 75% afsláttar af fasteignaskatti ef árstekjur fara ekki yfir 4.500.000 kr.- hjá einstaklingi og 6.400.000 kr.- hjá hjónum samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.

Afsláttur er aðeins veittur af einni íbúð hvers gjaldanda og þarf hann að hafa lögheimili í íbúðinni. Ekki þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn.

Álagning fasteignagjalda er birt rafrænt á www.island.is en jafnframt er hægt að óska eftir útprentuðum álagningarseðli á skrifstofu Kaldrananeshrepps.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 30. desember 2023

Drangsnesi 30.12.2023

f.h Kaldrananeshrepps
Finnur Ólafsson, oddviti.
Leit