Kotbýli Kuklarans / Galdrasýning

Kotbýli Kuklarans
Galdrasýningin í Kotbýli kuklarans sýnir hvernig alþýðan bjó á Ströndum á 17. öld þegar galdrafárið stóð yfir og varpar ljósi á þær aðstæður sem fólk bjó við hér áður fyrr.

Kotbýli kuklarans er annar hluti Galdrasýningar á Ströndum og er í göngufæri frá Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði.

Það er einstök upplifun að ganga um þriggja brusta bæinn en kotbýlið er opið öllum áhugasömum og ekki þarf að greiða aðgangaeyri.
Leit