Lýsing á skipulagsáætlun

Kald1Nú stendur yfir auglýsing á lýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030.. Um er að ræða nýtt frístundasvæði (FS11), ásamt breytingu á texta í greinargerð.
Umsagnarfrestur eru tvær vikur. Auglýsingartíminn er eftirfarandi: Frá og með miðvikudeginum 15. maí til miðvikudagsins 30. maí 2013.

Nánar: Lýsing á skipulagsáætlun

Byggðasagan Strandir

Úrdráttur úr fundargerð Hreppsnefndar Kaldrananeshrepps þann 15. nóvember 2012

Matthías Lýðsson fyrir hönd Búnaðarsambands Strandamanna óskar eftir því í bréfi dags 5. nóvember s.l að sveitarfélög í Strandasýslu og nú einnig Húnaþing Vestra f.h fyrrum Bæjarhrepps taki að sér verkið Byggðasagan Strandir og þar með uppgjör skulda og áframhald söguritunar.

Nánar: Byggðasagan Strandir

Tilkynning frá Félagsþjónustusvæðum Vestfjarða

felagstjonustaÍ ljósi umfjöllunar um kynferðisbrotamál í Kastljósi undanfarna daga vilja félagsþjónustur á Vestfjörðum (Félagsþjónustan við Djúp, Félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar, Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps og Félagsþjónustan í Vestur- Barðastrandarsýslu)  leggja áherslu á mikilvægi þess að þeir sem hafa orðið fyrir slíkri reynslu fái viðeigandi aðstoð og stuðning.

Nánar: Tilkynning frá Félagsþjónustusvæðum Vestfjarða

Veiðidagar í Bjarnafjarðará 2012

 

22.6. Birna Hjaltadóttir og Björn Kristjánsson

24.6. Hjörtur C. Kristjánsson og Franklín Ævarsson

25.6. Svanur Hólm Ingimundarson og María Guðbrandsdóttir

28.6. Erna Arngrímsdóttir og Steinar Þór Baldursson

Nánar: Veiðidagar í Bjarnafjarðará 2012

Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps samþykkt

 

felagstjonustaAllir sem búa og starfa í sveitarfélögunum fjórum, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og Strandabyggð, skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða,stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.  Hugað skal sérstaklega að því að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna og vinna gegn stöðnuðum hugmyndum um hlutverk kynjanna sem hefta frelsi einstaklingsins til að geta notið sín á þeim sviðum sem slíkar staðalímyndir ná til.

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð taka skýra afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og beinnar og óbeinnar mismununar kynjanna. Þetta kemur m.a fram í jafnréttisáætlun sem Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla vann.

Í áætluninni er skýrt tekið á þáttum er varða launajafnrétti, endurmenntun, fræðslu, stjórnsýslu og þar með setu í nefndum og ráðum á vegum stjórnsýslunnar, samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs og tómstunda-,íþrótta og menningarmála.

Aðgerðaáætlun fylgir og þar kemur skýrt fram hvaða þættir verða skoðaðir árlega og hverjir bera ábyrgð á að svo sé gert. Búið er að samþykkja jafnréttisáætlunina í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Sveitarfélögin fjögur hvetja líka fyrirtæki og stofnanir til að veita þeim einstaklingum sem stuðla með markvissum hætti að jafnrétti sínum á vinnustöðum eða í samfélaginu viðurkenningar vegna þeirrar vinnu.