Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps 1 árs !

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er 1 árs í dag. Hún er eins og flest eins árs gömul börn bæði farin að standa upp og ganga með en þarf tíma til að þroskast og dafna.
Félagsmálastjóri var ráðinn í 70 % starf frá 1. febrúar 2011 og hefur byggt upp félagsþjónustuna síðasta árið. Þeir málaflokkar sem félagsþjónustan sinnir er, barnavernd, félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og málefni fatlaðra.

Nánar: Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps 1 árs !

Dagskrá Bryggjuhátíðar 2011

10:00-11:00 Dorgveiði Kokkálsvík
Grímseyjarsund - Sjósundgarpar stinga sér til sunds frá Grímsey og synda í land.
11:00 Grímseyjarsiglingar með Sundhana
12:30 Sjávarréttasmakk við frystihúsið og nikkan hljómar. Markaðsstemming í tjaldinu.
13:00 Grásleppusýning í Framtíðinni -fyrir utan Forvaða. Myndlistarsýningar, gömlu myndirnar og kaffihús í skólanum. Strandahestar. Hoppukastali.
14:30 Vináttulandsleikur í fótbolta Drangsnes – Hólmavík á fótboltavellinum
16:00 Söngvarakeppni krakkanna, Samkomuhúsinu Baldri
18:00-19:30 Grillveisla, Samkomuhúsinu Baldri
20:30 Kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu Baldri
22:00 Varðeldur með Ragga Torfa við fótboltavöllinn
23:00 Jogvan Hansen skemmtir á Malarkaffi
23.30 Bryggjuhátíðarballið – Stuðlabandið sér um stuðið

Aðalskipulag Kaldrananeshrepps

Hér er Aðalskipulag Kaldrananeshrepps.  Neðan við skipulagsskjölin má sjá gögn frá Veðurstofu Íslands um snjóflóðahættu og mat á henni. Smellið á nánar... til að sjá öll skjölin.

Nánar: Aðalskipulag Kaldrananeshrepps

Veiðidagar 2011

Til að sjá úthutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará, smellið á lesa meira hér fyrir neðan.

Nánar: Veiðidagar 2011

Kjörfundur v. Icesave, 2011

Kjörfundur verður í Grunnskólanum á Drangsnesi og stendur frá 10.00 til 18.00

Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram hinn 9. apríl 2011 um gildi laga nr. 13/2011 um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum. Lög nr. 13/2011 voru samþykkt á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Því ber að leggja lögin undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Í atkvæðagreiðslunni verður spurt um eftirfarandi:
Lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.
Lögin voru samþykkt á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar.
Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi?
   Svarkostirnir eru:
   Já, þau eiga að halda gildi.
   Nei, þau eiga að falla úr gildi.

Kosningarrétt við þjóðaratkvæðagreiðsluna eiga þeir kjósendur sem eiga kosningarrétt til Alþingis, samkvæmt 2. gr. laga nr. 91/2010, sbr. 1. gr. laga nr. 24/2000.
Kjörskrár miðast við skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi hinn 19. mars 2011.
Kjörskrá liggur frammi í Kaupfélaginu á Drangsnesi.
Á vefsíðu Alþingis, althingi.is, undir dálkinum Efni um Icesave, er að finna frumvarpið sem varð að lögum nr. 13/2011, ásamt öllum skjölum er varða meðferð þess á þinginu.

Kjörstjórn Kaldrananeshrepps