Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps 1 árs !
- Details
- Föstudagur, 03 febrúar 2012 09:45
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er 1 árs í dag. Hún er eins og flest eins árs gömul börn bæði farin að standa upp og ganga með en þarf tíma til að þroskast og dafna.
Félagsmálastjóri var ráðinn í 70 % starf frá 1. febrúar 2011 og hefur byggt upp félagsþjónustuna síðasta árið. Þeir málaflokkar sem félagsþjónustan sinnir er, barnavernd, félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og málefni fatlaðra.
Dagskrá Bryggjuhátíðar 2011
- Details
- Mánudagur, 11 júlí 2011 18:02
Grímseyjarsund - Sjósundgarpar stinga sér til sunds frá Grímsey og synda í land.
11:00 Grímseyjarsiglingar með Sundhana
12:30 Sjávarréttasmakk við frystihúsið og nikkan hljómar. Markaðsstemming í tjaldinu.
13:00 Grásleppusýning í Framtíðinni -fyrir utan Forvaða. Myndlistarsýningar, gömlu myndirnar og kaffihús í skólanum. Strandahestar. Hoppukastali.
14:30 Vináttulandsleikur í fótbolta Drangsnes – Hólmavík á fótboltavellinum
16:00 Söngvarakeppni krakkanna, Samkomuhúsinu Baldri
18:00-19:30 Grillveisla, Samkomuhúsinu Baldri
20:30 Kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu Baldri
22:00 Varðeldur með Ragga Torfa við fótboltavöllinn
23:00 Jogvan Hansen skemmtir á Malarkaffi
23.30 Bryggjuhátíðarballið – Stuðlabandið sér um stuðið
Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
- Details
- Miðvikudagur, 29 júní 2011 19:15
Hér er Aðalskipulag Kaldrananeshrepps. Neðan við skipulagsskjölin má sjá gögn frá Veðurstofu Íslands um snjóflóðahættu og mat á henni. Smellið á nánar... til að sjá öll skjölin.
Veiðidagar 2011
- Details
- Mánudagur, 20 júní 2011 19:12
Til að sjá úthutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará, smellið á lesa meira hér fyrir neðan.
Kjörfundur v. Icesave, 2011
- Details
- Þriðjudagur, 05 apríl 2011 12:37
Kjörfundur verður í Grunnskólanum á Drangsnesi og stendur frá 10.00 til 18.00
Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011
Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram hinn 9. apríl 2011 um gildi laga nr. 13/2011 um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum. Lög nr. 13/2011 voru samþykkt á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Því ber að leggja lögin undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Í atkvæðagreiðslunni verður spurt um eftirfarandi:
Lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.
Lögin voru samþykkt á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar.
Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi?
Svarkostirnir eru:
Já, þau eiga að halda gildi.
Nei, þau eiga að falla úr gildi.
Kosningarrétt við þjóðaratkvæðagreiðsluna eiga þeir kjósendur sem eiga kosningarrétt til Alþingis, samkvæmt 2. gr. laga nr. 91/2010, sbr. 1. gr. laga nr. 24/2000.
Kjörskrár miðast við skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi hinn 19. mars 2011.
Kjörskrá liggur frammi í Kaupfélaginu á Drangsnesi.
Á vefsíðu Alþingis, althingi.is, undir dálkinum Efni um Icesave, er að finna frumvarpið sem varð að lögum nr. 13/2011, ásamt öllum skjölum er varða meðferð þess á þinginu.
Kjörstjórn Kaldrananeshrepps