Gistiþjónusta
Sunnu er lítið og þægilegt
gistiheimili þar sem í boði er
lítil en rúmgóð
stúdíóíbúð
á neðri hæð.
Sérinngangur er að
íbúðinni og er allt aðgengi gott.
Í íbúðinni eru rúm
fyrir tvo ásamt ungbarnarúmi og dýnum
ef óskað er.
Eldhúsaðstaðan er með tveimur
eldunarhellum, bakaraofni og örbylgjuofni ásamt
öllum borðbúnaði. Einnig fylgir
íbúðinni gasgrill. Á salerni
og sturtu er innangengt úr
íbúðinni. Ekki er boðið
upp á morgunverð.
Drangsnes
er lítið þorp við
norðanverðan
Steingrímsfjörð u.þ.b. 30 km
norðar en Hólmavík. Í
nágrenni Drangsness er margt að skoða,
má þar til dæmis nefna Malarhorn og
Kerlinguna innan bæjarmarkanna og einungis er um
klukkustundargangur upp á Bæjarfell ofan
Drangsness þar sem útsýnið yfir
Steingrímsfjörð og
Húnaflóa er engu líkt. Í
mynni Steingrímsfjarðar er Grímsey og
þangað er boðið upp á
ferðir yfir sumartímann. Á Drangsnesi er
ný sundlaug með heitum potti, vaðlaug og
eimbaði.
Í
nágrenninu má finna áhugaverð
söfn, til að mynda Galdrasafnið á
Hólmavík og Kotbýli Kuklarans
við Klúku í Bjarnarfirði.
Íslenskri sauðfjárrækt er svo
gerð góð skil á
Sauðfjársetri á Sævangi.
Áhugasamir geta haft samband í síma
451-3230 eða 846-1640. Einnig er hægt að
bóka eða senda fyrirspurn á
netfangið sunna@drangsnes.is