Gvendarlaug hins góða

Gvendarlaug hins góða
Gvendarlaug hins góða er ylvolg 25m almenningssundlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði. Til hliðar við sundlaugina er vinsæl náttúrulaug og fyrir neðan laugarnar rennur volgur lækur sem gaman er að busla í.

Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum.

Í laugina rennur heitt uppsprettuvatn og er stöðugt rennsli í gegnum laugina. Því er afskaplega litlum hreinsiefnum bætt í vatnið.

Laugin er opin alla daga frá 08:00 til 22:00.

Aðgangseyrir
Fullorðnir - 1.000 kr.
Börn og ellilífeyrisþegar - 500 kr.

Athugið að engin sundlaugarvörður er við laugina og því fara börn í laugina á ábyrgð forráðamanna.
Leit