Frístundastyrkur

Frístundastyrkur Kaldrananeshrepps

Kaldrananeshreppur greiðir íbúum hreppsins, 16 ára og yngri árlegan frístundastyrk. Tilgangurinn með styrknum er að gera börnum kleift að iðka frístundir og efla þar með andlega, félagslega og líkamslega heilsu þeirra.

Styrkur er veittur fyrir öllu almennu frístundastarfi, svo sem íþróttastarfi, menningarstarfi og annars konar uppbyggjandi starfi.

Árið 2024 er frístundastyrkurinn 25.000kr.-
Að auki er frítt fyrir 15 ára og yngri í Sundlaugina á Drangsnesi

Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið drangsnes@drangsnes.is.

Reglur & skilyrði

  • Hægt er að sækja um frístundastyrkinn ár hvert frá 1. janúar til 31. desember.

  • Styrkþegi verður að eiga lögheimili í sveitarfélaginu og sé 16 ára eða yngri.

  • Skilyrði er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða kennara/leiðbeinanda.

  • Upphæð frístundastyrksins er ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert. 

  • Með umsóknum skal leggja fram vottorð með staðfestingu að barn iðki frístund. 
Leit