Tjaldstæði

Tjaldstæðið á Drangsnesi

Tjaldstæðið á Drangsnesi er staðsett fyrir ofan þéttbýliskjarnann Drangsnes í Strandasýslu við norðanverðan Steingrímsfjörð. Tjaldstæðið er opið frá 1. maí til 30. september. 

Þjónusta: 
  • Góð hreinlætisaðstaða og sturtur eru við tjaldstæðið
  • Rafmagn er víða á svæðinu og ættu flestir að komast í rafmagn 
  • Þvottavél og þurrkari eru á staðnum
  • Íþróttavöllur er við tjaldstæðið og nýlega er kominn ærslabelgur 

Tjaldstæðið á Drangsnesi er fyrst og fremst fjölskyldusvæði því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitssemi. Ölvun og háreysti veldur tafarlausri brottvísun. 

Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna á Drangsnesi þarf að hafa samband við umsjónarmann og athuga fyrst með laust pláss, í framhaldi á því er úthlutað plássi.

Gjaldskrá


Gjald
15 ára og eldri
2.000 kr. nóttin
14 ára og yngri
Frítt
Rafmagn1000 kr. nóttin
Sturta400 kr.
Þvottavél600 kr.
Þurrkari600 kr.

Laugarhóll

Tjaldstæðið á Laugarhóli er staðsett til hliðar við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði. Tjaldstæðið er opið frá 1. júní til 1. september. 

Þjónusta:
Rennandi vatn og salerni
Ylvolg sundlaug og náttúrupottur skammt frá
Hundar leyfðir 
Veitingahús er á Hótel Laugarhóli  

Gjaldskrá


Gjald
13 ára og eldri
1.000 kr. nóttin
6 til 12 ára
500 kr. nóttin
Börn undir 6 ára aldriFrítt

Tjaldstæðið í Hveravík

Tjaldstæðið í Hveravík er lítið en vel búið tjaldsvæði sem tekur um 10 - 15 hjólhýsi/ferðabíla. 

Hveravík er í um 6 kílómetra fjarlægð frá Drangsnesi og 27 kílómetra fjarlægð frá Hólmavík. 

Þjónusta
  • Hægt er að tengjast rafmagni
  • Heitur pottur er framan við skemmuna Söngstein
  • Búningsklefar eru úti og salernisaðstaða ásamt sturtu 
  • Í Söngsteini er góð aðstaða til að borða inni 
Leit