Sundlaugin á Drangsnesi

Sundlaugin á Drangsnesi

Sundlaugin á Drangsnesi er einstaklega skemmtileg og þægileg útilaug. Laugin var byggð árið 2005 og er 12.5 mera löng. Við laugina er heitur pottur þar sem hægt er að kveikja á nuddi, ein vaðlaug og eimbað. 
Útsýni frá sundlauginni er einstakt en þar sést Grímsey í Steingrímsfirði. Hún er stærsta eyjan á Ströndum og er sannkölluð náttúruperla.

Opnunartímar

Vetraropnun:
Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 15.00 - 18.00
Opið laugardaga og sunnudaga frá 13.00 - 17.00   

Sumaropnun :
Sumartími hefst í byrjun júní og er til miðjan eða lok ágúst 
Opið er alla daga frá 11.00 - 18.00

Vefsíða Sundlaugarinnar á Drangsnesi

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Sundlaugarinnar á Drangsnesi á Facebook

Verðskrá

Athugið að verðskráin getur breyst með litlum fyrirvara og ekki er hægt að ábyrgjast að upplýsingar á vefnum séu uppfærðar jafn óðum.
Stakt gjald 10 miða kort 20 miða kort 30 miða kort
16 ára og eldri 900 kr. 6.000 kr. 8.000 kr. 9.000 kr.
Aldraðir og öryrkjar 450 kr. 3.000 kr. 4.500 kr.
6.000 kr.
Börn undir 16 ára synda frítt
Sundföt Handklæði
Leiga 500 kr. 500 kr.
Leit