Siglingar út í Grímsey

Siglingar út í Grímsey
Grímsey í Steingrímsfirði er stærsta eyjan á ströndum og er sannkölluð náttúruperla. Í Grímsey er gríðarleg lundabyggð en áætlað er að þar séu á milli 25 - 30 þúsund pör af lundum. Á vegum Malarhorns fer báturinn Sundhani ST3 í reglubundar ferðir til Grímseyjar á sumrin með leiðsögumanni. Bátsferðirnar hefjast 15. júní og standa fram í miðjan ágúst eða eins og veður leyfir.

Farið er í morgunferð klukkan 9.00 og hádegisferð klukkan 13.30 Bátsferðin í Grímsey tekur um 3 klukkustundir þar sem silgt er í kringum eyjuna og farið er út eyjuna í 1 - 2 klukkustundir. Sjóstöng er í boði eins og tími leyfir.  

Verðskrá 
Fullorðnir 10.000 kr.- 
 7 - 12 ára 5.000 kr.- 
 Frítt er fyrir 6 ára og yngri 
Leit